Hugur - 01.01.2014, Page 205
Leið mín til fyrirbærafræðinnar 205
utan hefðbundinna fyrirlestra minna og málstofa, með lengra komnum nemend-
um. Undirbúningurinn bar sérstaklega ríkan ávöxt fyrir mig. Þar lærði ég eitt – í
fyrstu leiddur áfram af hugboði frekar en rökstuddri innsýn: Það hvernig fyrir-
bæri kunngera sig sjálf í fyrirbærafræði vitundarathafna er að finna í upprunalegri
útgáfu í hugmynd Aristótelesar og allri grískri hugsun og tilvist sem aletheia (gr.
Ἀλήϑεια), það er sem sýnileiki nærverunnar [Unverborgenheit des Anwesenden],
afhjúpun hennar, hvernig hún birtir sig. Það sem fyrirbærafræðilegar rannsóknir
endurvöktu sem undirstöðuviðhorf hugsunarinnar reyndist vera grunneiginleiki
grískrar hugsunar, ef ekki heimspekinnar sem slíkrar.
Því betur sem mér varð ljóst hversu afgerandi þessi innsýn var, þeim mun meira
knýjandi varð spurningin: Hvaðan og hvernig ákvarðast það sem verður að upplifa
sem „hlutinn sjálfan“ samkvæmt grunnreglu fyrirbærafræðinnar? Er það vitundin
og hlutlægni hennar eða er það Vera veranna, sýnileg jafnt sem hulin sjónum?
Þannig rataði ég inn á slóð spurningarinnar um Veruna. Ég var uppljómaður
af fyrirbærafræðilega viðhorfinu, sem aftur olli mér óróleika en á annan hátt en
spurningarnar í tengslum við lokaritgerð Brentano vöktu. En leið spurnarinnar
varð lengri en mig óraði fyrir. Hún útheimti að ég staðnæmdist oftsinnis, færi
krókaleiðir og villtist af slóðinni. Viðleitnin í fyrstu fyrirlestrum mínum í Frei-
burg og síðan í Marburg sýnir leiðina aðeins óbeint.
„Herra kollegi Heidegger – nú verðið þér að fara að birta eitthvað. Eruð þér
með tækt handrit?“ Með þessum orðum arkaði forseti heimspekideildarinnar í
Marburg inn á skrifstofu mína dag einn vetrarmisserið 1925–1926. „Að sjálfsögðu,“
svaraði ég. Þá sagði deildarforsetinn: „Það verður að prenta það sem fyrst.“ Deildin
hafði tilnefnt mig eftir aðeins eina atkvæðagreiðslu (lat. unico loco) sem eftirmann
Nicolai Hartmann í stöðu aðalprófessors. Í millitíðinni var ráðuneytið í Berlín
búið að hafna tilnefningunni á þeirri forsendu að ég hefði ekki birt neitt í tíu ár.
Nú varð ég að leggja verk mitt, sem ég hafði lengi varðveitt, fram opinberlega.
Fyrir milligöngu Husserls var forlagið Max Niemeyer reiðubúið að prenta tafar-
laust fyrstu fimmtán arkirnar af verkinu, sem átti að birtast í Árbók Husserls.
Deildin sendi strax tvö eintök af lokagerðinni til ráðuneytisins. Eftir nokkurn
tíma voru þau send aftur til deildarinnar með athugasemdinni „ófullnægjandi“. Í
febrúar árið eftir (1927) var svo Vera og tími (Sein und Zeit) bæði gefin út í heild
sinni í áttunda bindi Árbókarinnar og ein og sér. Hálfu ári eftir útgáfu verksins
sneri ráðuneytið neikvæðum dómi sínum við og bauð mér stöðuna.
Sökum óhefðbundinnar útgáfu Veru og tíma komst ég í fyrsta skipti í beint sam-
band við forlagið Max Niemeyer. Það sem var aðeins nafn á titilsíðunni á hrífandi
verki Husserls fyrsta misserið mitt í háskólanáminu, birtist nú og framvegis í allri
þeirri nákvæmni og áreiðanleika, gjafmildi og látleysi sem fylgir bókaútgáfu.
Sumarið 1928, síðasta misserið mitt í Marburg, var Hátíðarrit í tilefni sjötugs-
afmælis Husserls í burðarliðnum. Í byrjun annarinnar dó Max Scheler óvænt, einn
af meðritstjórum Árbókar Husserls, sem hafði birt stóra rannsókn sína, Formal-
isma í siðfræði og siðfræði efnislegra gilda (Der Formalismus in der Ethik und die
materiale Wertethik), í fyrsta og öðru bindinu (1916). Ásamt Hugmyndum Husserls
Hugur 2014-5.indd 205 19/01/2015 15:09:40