Hugur - 01.01.2014, Page 210
210 Marteinn Sindri Jónsson
Goðsögn hinnar eilífu endurkomu
Í bók sinni Goðsögn hinnar eilífu endurkomu (Le Mythe de l ’éternel retour, 1949)
fjallar Mircea Eliade um goðsagnir og trúarathafnir frá ýmsum tímum og menn-
ingarsvæðum. Með greiningu og samanburði þeirra telur hann sig geta varpað
ljósi á ævafornar hugmyndir manna um tilveruna og dregið ályktanir um þá
frumspeki sem býr flestum, ef ekki öllum, trúarbrögðum að baki.
Þó ráðlegt sé að taka slíkum alhæfingum með fyrirvara sýnir Eliade fram á
að víða í kenningum trúarbragða virðist vægi hlutanna og mannlegra athafna
fólgið í því að í þeim birtist hinn æðri veruleiki, veruleiki hins helga. Helgir hlutir
og athafnir eru ekki forgengilegir eins og allt það sem tilheyrir okkar vanhelga
heimi, heldur eignast þeir hlutdeild í eilífum og æðri veruleika.6 Helgidómurinn
tekur sér bólfestu í hinum vanhelga heimi. Þessu ástandi er ágætlega lýst með
orðunum kraftbirtingarhljómur guðdómsins, það er birtingu guðdómsins á jörðu
(e. hierophanie).
Meðal ótal steina verður einn steinn heilagur – og þar af leiðandi
gegnsýrður verunni – af því að þar á sér stað birting guðdómsins […].
Hluturinn verður að bólstað utanaðkomandi afla sem aðgreina hann frá
umhverfi sínu og ljá honum merkingu og gildi.7
Svipuð lögmál gilda um mannlegar athafnir, en merking þeirra og raunveruleiki
felast í tengslum þeirra við goðsögulegar erkitýpur (e. archetypes). Hafi guðirnir
notað leir jarðarinnar til að móta mannfólkið þá kann slíkur leir að gegna lykil-
hlutverki í iðkun trúarbragðanna, hafi goðsöguleg hetja gengið eld og brennistein
til að bjarga mannkyninu þá getur verið að samskonar eldfórn innsigli mann-
dómsvígsluna. Hólmgöngur og einvígi eiga sér erkitýpur í forsögulegum bardög-
um og landnám lýtur sömu lögmálum og sköpun heimsins.
Merking [mannlegra athafna], vægi þeirra, á ekkert skylt við hráan
efnis leika þeirra heldur þann eiginleika að endurtaka forsögulega athöfn,
endurtekningu guðlegrar forskriftar. Máltíð er ekki einföld líkamleg
aðgerð, hún er endurnýjun á sáttmála. Í hjónavígslum og orgíum endur-
speglast goðsagnakennd fordæmi; þau eru endurtekin vegna þess að þau
voru helguð við upphaf [tímans] af guðum, forfeðrum eða hetjum.8
Endurkoma upphafsins – hin eilífa endurkoma – er kjarninn í hugmyndunum
sem Eliade ræðir. Það kemur skýrt fram í þeim tegundum trúarathafna sem
tengjast nýju ári eða nýrri uppskeru. Þá lýkur einu tímabili og annað hefst með
tilheyrandi endurnýjun samfélagsins og lífsins alls. Náttúran gengur í endurnýjun
lífdaga og þar með samfélagið sem er í nánum tengslum við hana. Fyrirmynd eða
erkitýpa þessarar endurnýjunar er sjálf sköpun heimsins og trúarathöfnin felur
6 Eliade 1971: 3–4.
7 Eliade 1971: 4.
8 Eliade 1971: 4.
Hugur 2014-5.indd 210 19/01/2015 15:09:40