Hugur - 01.01.2014, Page 211
Á flótta undan tímanum … með Pepsi 211
í sér endurtekningu hennar, nánar tiltekið þess andartaks þegar tíminn varð til.
Þannig felur hin eilífa endurkoma í sér fullkomna upplausn hins vanhelga tíma.
Endurnýjunin […] er ný fæðing. Þessi árlega brottvísun synda, sjúkdóma
og djöfla er ákveðin tilraun til að endurreisa – aðeins um stundarsakir
– goðsögulegan og fornan tíma, „hreinan“ tíma, tíma „andartaks“ sköp-
unarinnar. Hvert nýár er endurheimt á tíma upphafsins, það er endur-
tekning á sköpun heimsins. Við lok ársins og í aðdraganda hins nýja árs
á sér stað endurtekning hins goðsögulega andartaks er óreiðan varð að
heiminum.9
Þessi umbreyting á sér aðeins stað á ákveðnum stundum. Þess utan ver einstak-
lingurinn lífi sínu í vanhelgum heimi framvindunnar þar sem allt fram streymir
endalaust.10 Eliade bendir á þann stórkostlega mun sem er á þessu tvennu. Að
svo miklu leyti sem einstaklingurinn rennur saman við hið heilaga í endurtekn-
ingu sköpunarinnar er hann ódauðlegur, hafinn upp yfir eyðandi framrás tímans.
Í hinum vanhelga tíma er einstaklingurinn aftur á móti dauðlegur. Um leið verða
til syndir og sjúkdómar í hinum vanhelga tíma því mönnunum mistekst að fara í
einu og öllu eftir hinum guðlegu fordæmum, tíminn er skapandi og ófyrirsjáan-
legur. Með því að sameinast hinu heilaga sameinast einstaklingurinn aukinheldur
hópnum og þannig er spornað gegn aðgreiningu einstaklingsins.11
Því er ekki að furða að endurtekning hinnar upprunalegu sköpunar og aftur-
hvarf til þeirrar stundar sem hún fór fram á sé ekki takmörkuð við nýárshátíðir,
heldur tengist raunar flestum mikilvægum trúarathöfnum. Þar á meðal eru gift-
ingar, fórnir, andlát, fæðingar og allt annað sem líta má á sem nýtt upphaf, til að
mynda húsbyggingar og landnám. Innan ramma trúarbragðanna þjónar goðsögn
hinnar eilífu endurkomu því hlutverki að sefa áhyggjurnar, kvalræðið og ókyrrð-
ina sem meðvitund mannsins um tímann hefur í för með sér.
Þessar hugmyndir eiga sér ákveðna samsvörun í kenningum Carls Jung um hina
dulrænu hlutdeild (fr. participation mystique) sem er samkvæmt orðanna hljóðan
dulræn eða trúarleg reynsla af veruleikanum eða með orðum Jungs: „arfur upp-
haflegrar samsömunar hugveru og hlutveru, það er hins dulvitaða ástands forn-
eskjunnar“.12 Á sviði dulvitundarinnar gerir einstaklingurinn ekki sterkan grein-
armun á sjálfum sér og umhverfinu, ekki á ólíkum andartökum, heldur á sér þar
stað einhvers konar flæðandi upplifun sem Jung kallar samsömun (e. identification).
Dulvitundin er samsamandi eða öllu heldur samþættandi. Gott dæmi um dulvit-
9 Eliade 1971: 54.
10 Eliade, 1971: 35–36.
11 Eliade, 1971: 54.
12 Jung 1995: 469 og 486. Hugtakið participation mystique sækir Jung til franska heimspekingsins
og sófamannfræðingsins Lucien Lévy-Bruhl sem vakti töluverða athygli í upphafi tuttugustu
aldar með skrifum sínum um hugarstarf „frumstæðs fólks“, viðfangsefni sem hann kynntist ein-
hliða af lestri á dagbókum vestrænna trúboða og landkönnuða. Hugmyndir Lévy-Bruhls eru
að stórum hluta barn síns tíma en hugtakið um dulræna hlutdeild er engu að síður gagnlegt að
svo miklu leyti sem það skírskotar almennt til dulrænnar reynslu af veruleikanum, ekki síður hjá
„nútímamönnum“ en „frumstæðu fólki“, hvað sem þau hugtök kunna yfirhöfuð að merkja.
Hugur 2014-5.indd 211 19/01/2015 15:09:40