Hugur - 01.01.2014, Page 212
212 Marteinn Sindri Jónsson
aða samsömun er vitund barnsins sem hefur ekki enn gert greinarmun á sjálfu sér
og móður sinni. En tíminn dæmir flest börn til að vaxa úr grasi, þau fara að greina
eigið sjálf frá öðrum og öðlast aukinheldur vitund um framvindu tímans.13
Það er vel þekkt að trúarathafnir miða í sumum tilvikum að því að breyta
hugarástandi einstaklinga með neyslu vímugjafa, kynlífi, sársauka og endurtekn-
ingu í söng eða dansi. Slíkar aðferðir hafa verið notaðar í aldanna rás til að kalla
fram dulræna hlutdeild. Ef við skoðum kenningar Eliade um goðsögn hinnar
eilífu endurkomu í ljósi hugmynda Jungs þá má túlka trúarathöfnina þannig að
hún virki samsömun einstaklingsins á nýjan leik, ekki aðeins með öðrum ein-
staklingum heldur með heiminum öllum, sjálf og heimur verða eitt svo að ein-
staklingurinn upplifir samruna sinn við hið heilaga og snýr aftur til þess tíma er
guðirnir sköpuðu heiminn. En hvernig er því farið þegar samfélög segja skilið við
trúarathöfnina og goðsögn hinnar eilífu endurkomu?
Leitin að endurtekningunni
Bölvun hins vanhelga tíma lagðist þungt á ungan mann, Constantin Constantius,
um miðja 19. öld í Kaupmannahöfn; dæmigerðu norður-evrópsku samfélagi
nýaldar þar sem trúarlegar hugmyndir voru á undanhaldi. Constantius er aðal-
söguhetja bókarinnar Endurtekningin (Gjentagelsen, 1843) og dulnefni höfundar
hennar, Sørens Kierkegaard. Lausnina á öllum sínum vandamálum taldi Con-
stantius fólgna í reynslu af því sem hann kallar endurtekninguna, upplifun sem
hann hafði einu sinni komist í tæri við sem ungur maður í heimsókn sinni í
Kóngsborgarleikhúsið í Berlín:
Líkaminn hafði misst sína jarðnesku þyngd. Það var eins og ég hefði eng-
an líkama, því að öllum hans þörfum var fullnægt. Sérhver taug gladdist
yfir sjálfri sér og öllu hinu, á meðan æðaslátturinn, órói sigurverksins,
minnti aðeins á unað andartaksins og gaf hann til kynna. Ég sveif um
– ekki eins og fuglinn fljúgandi, sem sker loftið, og yfirgefur jörðina,
heldur eins og vindurinn, sem bylgjar kornið á ökrunum, bærir bárur
hafsins, íbyggin þögn næturinnar, eintal kyrrðar dagsins. Öll blæbrigði
hugans hvíldu þar og endurómuðu sem tónlist. Sérhver hugsun gaf kost
á sér og sérhver hugsun gaf kost á sér með hátíðarbrigðum sælunnar,
hin heimskulegasta hugdetta ekki síður en hin litríkasta hugmynd. Mig
óraði fyrir öllum áhrifum, og því vöknuðu þau með sjálfum mér. Til-
veran öll var eins og ástfangin af mér, og allt skalf og titraði í hættulegu
sambandi við líf mitt.14
Það er ljóst að endurtekningin er býsna eftirsóknarvert ástand en Constantius
13 Jung 1933: 65.
14 Kierkegaard 2000: 122.
Hugur 2014-5.indd 212 19/01/2015 15:09:40