Hugur - 01.01.2014, Síða 213
Á flótta undan tímanum … með Pepsi 213
hefur frásögn sína á því að játa að hann standi frammi fyrir svolitlu vandamáli,
hann veit ekki hvort endurtekningin sé raunverulega möguleg:
Þegar ég hafði löngum, eða að minnsta kosti öðru hverju, velt þeim
vanda fyrir mér, hvort endurtekningin sé möguleg og hversu mikilvæg
hún sé, flaug mér skyndilega í hug: Þú getur reyndar farið til Berlínar,
þar hefur þú verið einu sinni áður, og gengið þar úr skugga um, hvort
endurtekningin sé möguleg og hvers virði hún sé. Heima hafði ég allt
að því gefizt upp fyrir þessum vanda. Um hann geta menn sagt það, sem
þeim þóknast, – hann verður hinni nýrri heimspeki harla mikilvægur, því
endurtekningin kemur í stað þess, sem hinir fornu Grikkir nefndu endur-
minningu. Eins og þeir kenndu að öll þekking væri endurminning, mun
hin nýja heimspeki kenna, að allt lífið sé endurtekning.15
Það sem vekur athygli mína hér er sá greinarmunur sem Constantius gerir á
endurtekningu og endurminningu. Þessi aðgreining er lykilatriði í rannsókn hans
og má segja að hún snúist um greinarmun sem Kierkegaard gerir víðar í verkum
sínum á hugmynda- og reynsluheimi kristinna manna og heiðinna. Tilvitnun í
upphafi bókarinnar gefur til kynna að í Endurtekningunni sé einnig gengið út frá
þessum greinarmun: „Í skóginum ilma blóm trjánna, í aldingarðinum ávextirnir.“
Þorsteinn Gylfason, þýðandi bókarinnar, bendir neðanmáls á færslu úr dagbók
Kierkegaards þar sem segir að þessi orð úr Hetjusýnum Fílóstratusar eldri „gætu
verið lítið spakmæli um mun heiðni og kristni“.16
Mircea Eliade gerir prýðilega grein fyrir þeirri aðgreiningu „kristni“ og „heiðni“
sem Kierkegaard er svo upptekinn af. Hann heldur því fram að samfara þróun
hinnar gyðing-kristilegu hefðar hafi hugmyndir manna um tímann tekið veruleg-
um breytingum, þá hafi tíminn öðlast áður óþekkta sögulega dýpt. Þar með er
sá möguleiki ekki lengur inni í myndinni að hverfa aftur til sköpunarinnar með
hefðbundnum hætti hinna eldri trúarbragða, það er endurtekningu á verkum
guðanna. Í stað þess að hverfa til upphafsins horfir hinn kristni maður án afláts til
framtíðar og bíður komu frelsarans.
Frá því að trúin var „fundin upp“ í gyðing-kristilegum skilning orðs-
ins (= fyrir Guði er allt mögulegt) getur maðurinn sem hefur yfirgefið
sjóndeildarhring forskrifta og endurtekningar ekki lengur varið sig […]
nema í gegnum hugmyndina um Guð. […] Í þessu tilliti er kristindómur
óumdeilanlega trúarbrögð hins „fallna manns“.17
Fall mannsins er fólgið í vitund hans um sögu og framfarir „sem gefa í skyn að
hann hafi endanlega yfirgefið paradís forskrifta og endurtekningar“.18 Mótspyrn-
an gegn sögulegri framvindu er þó enn til staðar í kristinni trú, hún býr í hug-
15 Kierkegaard 2000: 45–46.
16 Kierkegaard 2000: 45.
17 Eliade 1971: 162–163.
18 Eliade 1971: 162–163.
Hugur 2014-5.indd 213 19/01/2015 15:09:40