Hugur - 01.01.2014, Page 215
Á flótta undan tímanum … með Pepsi 215
angurblíðum nið þínum.“ Samsömunin er þó hvergi sterkari en í lýsingunni sem
við fengum áðan. Virðum hana aðeins betur fyrir okkur, hún á nefnilega eftir að
koma aftur við sögu áður en yfir lýkur:
Líkaminn hafði misst sína jarðnesku þyngd. Það var eins og ég hefði eng-
an líkama, því að öllum hans þörfum var fullnægt. Sérhver taug gladdist
yfir sjálfri sér og öllu hinu, á meðan æðaslátturinn, órói sigurverksins,
minnti aðeins á unað andartaksins og gaf hann til kynna. Ég sveif um
– ekki eins og fuglinn fljúgandi, sem sker loftið, og yfirgefur jörðina,
heldur eins og vindurinn, sem bylgjar kornið á ökrunum, bærir bárur
hafsins, íbyggin þögn næturinnar, eintal kyrrðar dagsins. Öll blæbrigði
hugans hvíldu þar og endurómuðu sem tónlist. Sérhver hugsun gaf kost
á sér og sérhver hugsun gaf kost á sér með hátíðarbrigðum sælunnar,
hin heimskulegasta hugdetta ekki síður en hin litríkasta hugmynd. Mig
óraði fyrir öllum áhrifum, og því vöknuðu þau með sjálfum mér. Til-
veran öll var eins og ástfangin af mér, og allt skalf og titraði í hættulegu
sambandi við líf mitt.20
Frá kristnum sjónarhóli Kierkegaards eru mistök Constantiusar fólgin í því að
hann er í leit að rangri eilífð, hann er í raun og veru á höttunum eftir goðsögn
hinnar eilífu endurkomu, einhverskonar heiðinni trúarathöfn, í stað þess að bíða
komu frelsarans. En það er bið af því tagi sem Constantius hefur enga þolinmæði
fyrir, þar er ekki að finna alsæluna og samsömunina sem býr í endurtekningunni.
Endurtekning Constantiusar er lítið annað en poppuð útgáfa af endurminningu
hins heiðna.
Ástæða þess að Constantius finnur ekki þá endurtekningu sem hann leitar að
er sennilega sú staðreynd að hann hefur endanlega yfirgefið paradís forskrifta og
endurtekningar – skóginn þar sem blómin ilma. Hann er, eins og við öll, hinn
„fallni maður“, hann er haldinn banvænni sótt, vitundinni um tímann, og vilji
hann ekki trúa loforði Jesú Krists – gæða sér á ávöxtum aldingarðsins – hlýtur
hann, samkvæmt Kierkegaard, að glatast. Frásögn Constantiusar lýkur á dimm-
um nótum, hann hefur gefið upp vonina um endurtekninguna og gefur sjálfan sig
tímanum á vald. Á valdi hins vanhelga tíma stendur hann frammi fyrir óumflýj-
anlegum örlögum sínum, einsemdinni, óvissunni og dauðanum sjálfum.
Far vel, fegurð skógarins! Þegar ég ætlaði að skoða þig, varstu visnuð.
Streymdu hjá, hverfula fljót, hið eina sem veit vilja sinn! Því þú vilt aðeins
streyma og glatast í hafinu sem aldrei fyllist. Haltu áfram, leikur lífsins,
sem enginn kallar gamanleik, enginn harmleik, því enginn sá hann til
enda. Haltu áfram, leikur tilverunnar, þar sem lífið er ekki endurgreitt
fremur en peningarnir! Hvers vegna snýr enginn aftur úr dauðanum?
Því lífið getur ekki hrifið, eins og dauðinn, lífið á ekki þær fortölur sem
dauðinn býr yfir. Já fortölur dauðans eru frábærar, ef maður einungis
20 Kierkegaard 2000: 122.
Hugur 2014-5.indd 215 19/01/2015 15:09:40