Hugur - 01.01.2014, Page 217
Á flótta undan tímanum … með Pepsi 217
ókyrrð og svonefnd trúarbrögð gáfu svör við áður fyrr“.24 Ef ímyndunaraflið og
virkjun þess er ein helsta uppspretta trúarlegrar reynslu og þar með flótta undan
tímanum þá gera kvikmyndir og afþreying iðulega tilraunir til að virkja þessa
reynslu. Hvað eru poppstjörnur annað en erkitýpur sem fólk reynir að komast í
tæri við á sérstökum trúarsamkomum sem við köllum tónleika? Við handleikum
símana okkar eins og talnabönd, köfum ofan í þá á flótta undan tímanum. Við
unum okkur best í endurtekningu daglegs lífs, rútínu og vana. Allir þeir þættir
sem notaðir hafa verið í aldanna rás til að ná fram áhrifum dulrænnar hlutdeildar,
svo sem neysla vímuefna, kynlíf, líkamlegur sársauki, endurtekningar og möntrur,
eru enn við lýði í nýju eða gömlu samhengi í samfélögum nútímans.
Eins og Gilles Deleuze og Félix Guattari benda á í 11. kafla Þúsund fleka (Mille
Plateaux, 1980), en hann ber yfirskriftina „1837: Um viðlagið“ („1837: De la ritour-
nelle“), þá býr endurtekningin og upplausn tímans í jafn saklausu athæfi og því
þegar myrkfælið barn huggar sjálft sig með því að syngja lágum rómi.25
Söngurinn er eins og gróft uppkast að róandi og kyrrandi, rólegri og
stöðugri miðju í hjarta óreiðunnar. Kannski barnið valhoppi þegar það
syngur, eykur hraðann eða hægir á sér. En lagið sjálft er nú þegar valhopp:
það valhoppar frá óreiðunni til þeirrar stundar þegar komið er á hana
reglu og á það á hættu að bresta á hverri stundu. Það er ávallt hljómandi
í þræði Ariödnu.26
Huggun barnsins er sköpun heimsins. Upphaflegt andartak sköpunarinnar
brýtur sér leið inn í nútíðina og sprengir upp samfellu sögunnar, svo vitnað sé
í orð Benjamins.27 Í upphafi varð heimurinn til sem heimili okkar og söngurinn
eða hver sú athöfn sem færir okkur úr ástandi örvæntingarinnar að þessu upp-
hafi er, líkt og þráðurinn sem Ariadna færði Þeseifi, leið út úr völundarhúsi hins
vanhelga tíma.
Það er í raun og veru stór spurning hvort hægt sé að ímynda sér mannlegt
samfélag sem ekki gegnir því hlutverki að sefa þær áhyggjur, það kvalræði og þá
ókyrrð sem vitund okkar um tímann veldur. Þeirri spurrningu má sennilega svara
neitandi ef við tökum tillit til kenninga Martins Heidegger um að eitt af tilvistar-
skilyrðum mannsins sé vitund hans um dauðann og eigin forgengileika. Tíminn
skilgreinir líf okkar og tilvist okkar er fólgin í því að reyna að takast á við tímann.
Það er því ekki að undra að kapítalisminn skuli tefla fram frumspekilegum og
trúarlegum loforðum. Það kann þó að koma á óvart hvað það er sem leikur laus-
um hala á taflborðinu. Til að ljúka við myndina af skákeinvígi Walters Benjamin
má segja að brúðan hinum megin við taflborðið sé kapítalisminn. Inni í brúð-
24 Benjamin 2008: 11.
25 Þó franska orðið ritournelle megi vissulega þýða sem viðlag, þá fer heldur ekki á milli mála til-
vísunin í endurkomu, viðlagið er sá hluti lagsins sem snýr ætíð aftur að lokinni framsögu hvers
erindis.
26 Deleuze og Guattari 1987: 311.
27 Benjamin 2005: 33.
Hugur 2014-5.indd 217 19/01/2015 15:09:40