Hugur - 01.01.2014, Page 217

Hugur - 01.01.2014, Page 217
 Á flótta undan tímanum … með Pepsi 217 ókyrrð og svonefnd trúarbrögð gáfu svör við áður fyrr“.24 Ef ímyndunaraflið og virkjun þess er ein helsta uppspretta trúarlegrar reynslu og þar með flótta undan tímanum þá gera kvikmyndir og afþreying iðulega tilraunir til að virkja þessa reynslu. Hvað eru poppstjörnur annað en erkitýpur sem fólk reynir að komast í tæri við á sérstökum trúarsamkomum sem við köllum tónleika? Við handleikum símana okkar eins og talnabönd, köfum ofan í þá á flótta undan tímanum. Við unum okkur best í endurtekningu daglegs lífs, rútínu og vana. Allir þeir þættir sem notaðir hafa verið í aldanna rás til að ná fram áhrifum dulrænnar hlutdeildar, svo sem neysla vímuefna, kynlíf, líkamlegur sársauki, endurtekningar og möntrur, eru enn við lýði í nýju eða gömlu samhengi í samfélögum nútímans. Eins og Gilles Deleuze og Félix Guattari benda á í 11. kafla Þúsund fleka (Mille Plateaux, 1980), en hann ber yfirskriftina „1837: Um viðlagið“ („1837: De la ritour- nelle“), þá býr endurtekningin og upplausn tímans í jafn saklausu athæfi og því þegar myrkfælið barn huggar sjálft sig með því að syngja lágum rómi.25 Söngurinn er eins og gróft uppkast að róandi og kyrrandi, rólegri og stöðugri miðju í hjarta óreiðunnar. Kannski barnið valhoppi þegar það syngur, eykur hraðann eða hægir á sér. En lagið sjálft er nú þegar valhopp: það valhoppar frá óreiðunni til þeirrar stundar þegar komið er á hana reglu og á það á hættu að bresta á hverri stundu. Það er ávallt hljómandi í þræði Ariödnu.26 Huggun barnsins er sköpun heimsins. Upphaflegt andartak sköpunarinnar brýtur sér leið inn í nútíðina og sprengir upp samfellu sögunnar, svo vitnað sé í orð Benjamins.27 Í upphafi varð heimurinn til sem heimili okkar og söngurinn eða hver sú athöfn sem færir okkur úr ástandi örvæntingarinnar að þessu upp- hafi er, líkt og þráðurinn sem Ariadna færði Þeseifi, leið út úr völundarhúsi hins vanhelga tíma. Það er í raun og veru stór spurning hvort hægt sé að ímynda sér mannlegt samfélag sem ekki gegnir því hlutverki að sefa þær áhyggjur, það kvalræði og þá ókyrrð sem vitund okkar um tímann veldur. Þeirri spurrningu má sennilega svara neitandi ef við tökum tillit til kenninga Martins Heidegger um að eitt af tilvistar- skilyrðum mannsins sé vitund hans um dauðann og eigin forgengileika. Tíminn skilgreinir líf okkar og tilvist okkar er fólgin í því að reyna að takast á við tímann. Það er því ekki að undra að kapítalisminn skuli tefla fram frumspekilegum og trúarlegum loforðum. Það kann þó að koma á óvart hvað það er sem leikur laus- um hala á taflborðinu. Til að ljúka við myndina af skákeinvígi Walters Benjamin má segja að brúðan hinum megin við taflborðið sé kapítalisminn. Inni í brúð- 24 Benjamin 2008: 11. 25 Þó franska orðið ritournelle megi vissulega þýða sem viðlag, þá fer heldur ekki á milli mála til- vísunin í endurkomu, viðlagið er sá hluti lagsins sem snýr ætíð aftur að lokinni framsögu hvers erindis. 26 Deleuze og Guattari 1987: 311. 27 Benjamin 2005: 33. Hugur 2014-5.indd 217 19/01/2015 15:09:40
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.