Hugur - 01.01.2014, Page 225
Náttúran í andlegum skilningi 225
Ottos, sem kom fyrst út á ensku árið 1923 (sama ár og Pálmi heimsækir Öskju!),
er tilraun til að ræða og skýra eðli hins hugstæða „með þeim sérstaka hætti sem
það birtist sem tilfinning í huganum“.10 Með þessari reynslu „tökumst við á við
eitthvað sem er aðeins hægt að lýsa með orðunum „mysterium tremendum““.11
Otto gerir greinarmun á þremur grundvallarþáttum slíkrar reynslu. Fyrsti þátt-
urinn er skelfing reynslunnar, skjálftinn, óttinn, kvíðinn, það „þegar okkur rennur
kalt vatn á milli skinns og hörunds“.12 „Reiði Jahves“, Guðs Gamla testamentisins,
tengist þessum þætti. „Það er eitthvað mjög undarlegt við það hvernig [tilfinn-
ingin] „tendrast“ og tekur sér bólfestu. Hún er […] „lík huldu náttúruafli“, eins
og rafhleðsla sem lýstur hvern þann er hættir sér of nærri“.13 Annar þátturinn,
náskyldur hinum fyrsta, er tilfinningin fyrir því að vera ofurliði borinn sem Otto
lýsir með orðinu majestas. Það er tilfinningin fyrir því að vera einhverju algjörlega
háður: „Þar með, ólíkt „ofureflinu“ sem við upplifum sem viðfang andspænis sjálf-
inu, er þetta tilfinningin fyrir því að vera á bólakafi, að vera aðeins „ryk og aska“ og
neind.“14 Þriðji þátturinn er „orkan“, hin hugstæðu fyrirbæri orka á okkur. Þessi
þáttur er þegar til staðar í reynslunni af tremendum og majestas. Hvarvetna „tekur
orkan á sig táknrænt form – sem lífskraftur, ástríða, skapofsi, vilji, kraftur, hreyf-
ing, spenna, virkni, hvatning“.15
Otto lítur svo á að hið heilaga eða hugstæða viðfang sé hreint a priori-grunn-
hugtak (kategoría) í hinum kantíska skilningi orðsins. Hún er ekki yfirnáttúrulegur
hlutur og hvorki er hægt að smætta hana niður í skynjun né segja hana hafa þróast
úr einhvers konar skynrænni reynslu.16 „Hún sprettur frá dýpstu undirstöðum
vitræns skilnings sem sálin býr yfir, og þó hún verði vissulega til á meðal skynhrifa
og efniviðar reynslunnar í hinum náttúrulega heimi og geti hvorki komið í stað
né verið án þeirra, verður hún samt sem áður ekki til úr þeim, heldur aðeins með
aðstoð þeirra.“17
Svo við snúum okkur aftur að reynslu Pálma af Öskju, og jafnframt minni
eigin, þá er augljóst að í báðum tilfellum ber persónuleg reynsla okkar öll merki
„hugstæðrar vitundar“ líkt og Askja hafi verið tilefni uppgötvunar okkar á hinu
hugstæða viðfangi. Askja var, með orðalagi Ottos, „skynhrif og efniviður reynsl-
unnar í hinum náttúrulega heimi“ sem vakti með okkur tilfinninguna fyrir hinu
hugstæða. Askja kveikti með okkur „hugstæða vitund“ sem er vísbending um
„dulda undirliggjandi uppsprettu sem liggur í huganum óháð skynreynslu, þaðan
sem trúarlegar hugmyndir og tilfinningar koma.“18
Nú spyr ég: Hvaða lærdóm um skilning okkar á náttúrunni og samband okkar
við jörðina sem bústað í hinum náttúrulega heimi getum við dregið af þessari
reynslu af hinu hugstæða sem eldfjallið Askja vakti?
10 Sama rit: 12.
11 Sama rit: 12.
12 Sama rit: 16.
13 Sama rit: 18.
14 Sama rit: 20.
15 Sama rit: 23.
16 Sama rit: 112.
17 Sama rit: 113.
18 Sama rit: 114.
Hugur 2014-5.indd 225 19/01/2015 15:09:41