Hugur - 01.01.2014, Side 226
226 Páll Skúlason
III
Til þess að glöggva okkur á því hvaða almennu merkingu reynslan hefur fyrir
okkur er gagnlegt að taka tillit til þess sem Hegel hefur í huga þegar hann ræðir
reynsluhugtakið í inngangi sínum að Fyrirbærafræði andans (Phänomenologie des
Geistes, 1807).19 Þar útskýrir Hegel rökvísina sem liggur að baki reynslu okkar
af heiminum og okkur sjálfum. Reynslan sem hann hefur í huga er ekki aðeins
skynjun, þó skynjunin marki engu að síður upphaf þess ferlis sem mannleg reynsla
er. Reynslan sem Hegel fæst við að skýra er reynsla vitundarveru sem er meðvituð
um tvenns konar veruleika, annars vegar veruleika utan hennar sjálfrar og hins
vegar veruleika innan hennar sjálfrar. Í stuttu máli felur það ferli reynslunnar sem
Hegel lýsir í sér tvö skref. Hið fyrra er uppgötvun einhvers sem hefur tilvist sína
utan við og óháð meðvitund okkar. Seinna skrefið er uppgötvunin á nýju viðfangi,
hugmynd eða fyrirbæri sem verður til í stefnumóti mannlegrar vitundar við hið
ytra viðfang. Þetta fyrra viðfang, sem var aðeins til í sjálfu sér og óháð vitund
okkar, er vissulega enn til í sjálfu sér, en nú einnig fyrir vitund okkar sem fyrirbæri
reynslunnar.
Hegel bendir á að hér ríki ákveðin óvissa um sannleikann. Vitund okkar hefur
tvö viðföng: veruleikann sem er til staðar óháð vitund okkar og veruleikann sem
er til staðar fyrir vitundina og kalla má hinn fyrirbærafræðilega veruleika. Nú
er seinna viðfangið greinilega aðeins þekkingin sem við höfum á fyrra viðfang-
inu, eða hugmyndir okkar um það. Samkvæmt hefðbundnum skilningi okkar á
reynslu öðlumst við þekkingu með því að leiðrétta ófullkomið hugtak sem við
höfðum áður um fyrra viðfangið. En það sem fer framhjá okkur, segir Hegel, er að
stefnumót okkar við raunveruleikann umbreytir bæði vitund okkar og fyrra við-
fanginu og skapar þannig nýtt viðfang í vitund okkar, nefnilega reynsluna sjálfa
sem einingu þess sem er utan við okkur og í huga okkar. Þegar við tökumst á við okk-
ar eigin persónulegu reynslu þá veltum við því alltaf fyrir okkur hvað ákvarðast af
ytri þáttum og hvað ákvarðast af okkar eigin huga. Hegel lítur svo á að við ættum
að nálgast sjálfa reynsluna sem skapandi ferli, ferli þar sem ný viðföng vitundar
okkar eru í stöðugri mótun. Slík nálgun kemur á nýjum tengslum á milli heims-
ins og okkar og opnar þar með fyrir nýjan skilning á veruleikanum. Það er með
þessum hætti sem við getum skilið merkingu þess sem við upplifum.
Með vísun til umræðunnar um hið hugstæða, þá er ljóst að hið hugstæða er
hvorki til í náttúrunni né í huganum heldur verður það að veruleika þegar hugur
og heimur mætast undir sérstökum kringumstæðum. Engu að síður hneigjumst
við til að staðsetja hið hugstæða utan vitundar okkar, í veruleika sem er hvorki
náttúrulegur né yfirnáttúrulegur. Til þess að skýra staðsetningu hins hugstæða
með þessum hætti þörfnumst við frumspekilegrar kenningar um náttúruna og
hvað kann að liggja handan hennar (Otto minnist á kenningar Fichtes og Schop-
enhauers). En það er einnig önnur leið til að staðsetja hið hugstæða, nefnilega
meðal hinna hreinu a priori-grunnhugtaka sem Kant taldi vera grundvallarskil-
19 Ég sæki hér innblástur í grein Martins Heidegger um reynsluhugtak Hegels, „Hegel’s Concept of
Experience“ (Heidegger 2002).
Hugur 2014-5.indd 226 19/01/2015 15:09:41