Hugur - 01.01.2014, Page 227
Náttúran í andlegum skilningi 227
yrði allrar mögulegrar reynslu. Fyrsti möguleikinn er einhvers konar hluthyggja
eða náttúruhyggja sem við höfum öll tilhneigingu til að aðhyllast. Annar mögu-
leikinn er forskilvitleg hughyggja sem rekja má til Platons og það er slík kenning
sem Otto aðhyllist.
Þriðji möguleikinn er nokkuð sem Hegel kynnti okkur fyrir í Fyrirbærafræði
sinni, það er að skilja hið hugstæða, og öll önnur tákn eða tjáningu reynslu okkar,
sem viðföng sem eiga tilvist sína undir raunverulegum kynnum okkar, sem vit-
undarvera, af heiminum. Ef við aðhyllumst þennan möguleika verðum við að
læra að nálgast og skilja raunveruleikann sem stefnumót vitundar og heimsins
(sem upphaflega merkir hinn náttúrulegi heimur eða einfaldlega náttúran). Þetta
stefnumót tekur til allra tengsla eða tenginga þar sem hugur og náttúra mætast
í reynd. En það þýðir ekki að öll slík stefnumót séu jafngild. Þvert á móti; ef
reynslan kennir okkur eitthvað þá er það að hvert nýtt stefnumót er ólíkt hinu
fyrra. Og ef yfirvegun eða hugsun kennir okkur eitthvað þá er það að við getum
gert grein fyrir þessu misræmi með skapandi tjáningu tungumáls og tákna. Ég
tel hæfileika okkar til yfirvegunar náskylda hæfileikum okkar til sköpunar og lít
svo á að þeir geti ótakmarkað framleitt merkingarbæra hluti eða hugmyndir eða
þá hugmyndir sem okkur virðast ekki hafa nokkra merkingu. Og það sem hefur
merkingu á einu tilteknu andartaki þarf ekki að hafa nokkra merkingu undir
öðrum kringumstæðum. En jafnvel þó að við, sem vitundarverur, séum fær um
að framleiða óendanleg viðföng fyrir vitund okkar til að gleðjast yfir eða þykja
spennandi, þá eru raunverulegir hæfileikar okkar til að skilja reynslu okkar af
heiminum takmarkaðir af þeim menningarkerfum sem hafa verið búin til í þeim
tilgangi að tryggja andlegt og líkamlegt öryggi okkar.
Leyfið mér að skýra þetta betur. Við þurfum þrennt til að lifa af í heiminum. Í
fyrsta lagi efnislegar nauðþurftir (skýli, mat og öryggi), í öðru lagi stofnanir til að
skipuleggja félagsleg tengsl okkar og í þriðja lagi hugmyndir til að henda reiður
á hugsunum okkar. Fyrri kynslóðir hafa þegar komið á fót fjölbreyttum kerfum
til að tryggja viðgang tegundar okkar á jörðu: kerfi fyrir framleiðslu og dreifingu
veraldlegra gæða, stjórnkerfi er kveða á um dreifingu valds og hugmyndakerfi sem
útskýra hvernig og af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru í heiminum.
Nú kunna þessi kerfi að hafa þjónað tilgangi sínum vel eða illa, en grundvallar-
einkenni þeirra er að þau eru staðsett á milli huga okkar og hins ytri raunveru-
leika og geta því blindað okkur gjörsamlega gagnvart þeim óvenjulegu víddum
heimsins sem liggja handan allra þeirra kerfa sem við getum mögulega fundið
upp eða ímyndað okkur. Það er líkt og þessum kerfum hafi verið komið á til þess
að vernda okkur gegn raunveruleikanum sjálfum með því að stjórna og ákvarða
fyrirfram alla merkingu mögulegrar reynslu okkar í framtíðinni. Til þess að frelsa
huga okkar þurfum við að brjótast út úr þessum menningarlegu kerfum. Slíkt er
nauðsynlegt ef við eigum að geta þroskað hugsun okkar og upplifað heiminn og
sjálf okkur á grundvelli persónulegra tengsla okkar við veruleikann.
Hugur 2014-5.indd 227 19/01/2015 15:09:41