Hugur - 01.01.2014, Page 229
Náttúran í andlegum skilningi 229
V
Þessi aðskilnaður endurspeglast í fyrstu hugmyndinni sem gerir vart við sig þeg-
ar Askja er uppgötvuð. Hegel mundi lýsa því þannig að náttúran sé í eðli sínu
algjörlega utan við huga mannsins. Þetta er það sem Otto lýsir sem „hið algjöra
annað“:
Hið raunverulega „dulræna“ viðfang er handan skilnings okkar og hug-
taka, ekki aðeins vegna þess að þekking okkar hefur ákveðin óbifanleg
takmörk, heldur vegna þess að í slíku viðfangi rekumst við á nokkuð sem
er í sjálfu sér „algjörlega annað“, tegund þess og eiginleikar eru ósam-
mælanleg tegund og eiginleikum okkar sjálfra, og þess vegna hrökklumst
við undan í aðdáun, hrollköld og dofin.23
En þessi uppgötvun á náttúrunni sem einhverju hreinu utan okkar sjálfra er
á sama tíma uppgötvun á sjálfum okkur sem einhverju hreinu innan okkar, sem
verum, meðvituðum um heiminn og um eigin meðvitund. Með þessum hætti er
fyrsta skref reynslunnar sem rætt er um. Náttúran – í þessu tilfelli eldstöðin Askja
– yfirbugar okkur þannig að við missum tökin á hinum venjulega raunveruleika,
við verðum sem lömuð og upplifum sjálf okkur sem hreina vitund.
Nú skulum við velta fyrir okkar öðru skrefinu sem mótar inntak þessarar reynslu,
eiginlega merkingu hennar. Þetta er, með orðfæri Hegels, seinna viðfangið sem
verður til við fyrsta stefnumótið. Þetta seinna viðfang er sú uppgötvun að sjálf til-
vera mín er fólgin í því að koma á tengslum við náttúruna, að eiga í ævintýralegu
og skapandi sambandi við hana, að bera kennsl á sjálfan mig sem jarðarbúa. Nú
komum við að þeirri kenningu sem ég minntist á í upphafi ritgerðar minnar varð-
andi það hvað það er að vera jarðarbúi. „Það er að finna líf sitt bundið jörðinni, ef
ekki beinlínis sprottið upp af henni, finna að hún er forsenda lífsins.“24 Það sem
skiptir máli er að við erum til, hvert og eitt okkar, í viðleitni okkar til að mynda
tengsl við náttúruna eða, með nákvæmara orðalagi, þá krafta sem gera náttúruna
að veruleika fyrir okkur. Ef þetta er satt, þá veltur allt á því hvernig við – sem
skynjandi, hugsandi og virkar verur – komum á og þróum persónulegt samband
okkar við hinn ytri heim með öllum sínum óteljandi hlutum, verum og stöðum.
VI
En eru þessar hugmyndir réttmætar? Er öll röksemdafærsla mín ekki byggð á
eintómri rómantík, þrá eftir því að snúa aftur til móður náttúru og gleyma öllum
ljótleika og mengun hins svokallaða siðmenntaða heims? Og á þessi rómantík
ekki uppruna sinn í einhvers konar órökvísri dulhyggju, sem gefur sér óþekktan
hæfileika hugans til að tengjast því sem er handan mannlegrar skilningsgáfu?
Nú gæti ég svarað því til að ég hneigist ekki sérlega til róm antík ur og að ég
23 Otto 1958: 28.
24 Sjá Páll Skúlason 2014: 18.
Hugur 2014-5.indd 229 19/01/2015 15:09:41