Hugur - 01.01.2014, Síða 231
Náttúran í andlegum skilningi 231
VII
Hvaða hugmynd má tefla fram til að vega upp á móti hugmyndinni um hag-
kvæmni sem því gildi sem stjórnar öllum okkar athöfnum? Ég tel að helsti lær-
dómurinn sem draga má af þeirri reynslu af náttúrunni sem ég hef verið að lýsa sé
hugmyndin um heild. Mér sýnist að allar aðrar hugmyndir sem hafa verið nefndar
í sambandi við þessa reynslu leiði aftur til grundvallar hugmyndarinnar um heild.
Hugtökin Guð og Gaia, svo ég tali líkt og Lovelock, eru nátengd þessari hug-
mynd. Samkvæmt kristinni trú er náttúran heild í sköpunarverki Guðs og Gaia
er bersýnilega myndlíking sem hefur þann tilgang að fá okkur til þess að horfa á
og skilja jörðina sem einstaka lifandi veru, sem nær utan um allar aðrar lífverur og
hefur það hlutverk að varðveita skilyrði lífsins innan marka sinna.
Fyrra skrefið í reynslunni af Öskju sem táknmynd um heiminn er í sjálfu sér
reynslan af aðskilnaðinum milli sjálfra okkar og náttúrunnar, seinna skrefið er sú
uppgötvun að tilvera okkar felst í tengslum okkar við náttúruna. Reynsluheimur
okkar er heild þeirra tengsla sem kunna að þróast á milli okkar og náttúruaflanna
og við þurfum á hugtökum að halda sem hjálpa okkur að takast á við hin óend-
anlegu tilbrigði þessara tengsla. Ef hugtakið um hagkvæmni hjálpar okkur við
að margfalda þessar tengingar og nýta allt sem okkur stendur til boða, þá hjálpar
hugtakið um heild okkur að ná utan um fjölbreytnina í öllum þessum tengslum,
skera úr um hver þeirra eru af hinu góða og hver þeirra eru skaðleg, ekki aðeins
okkur heldur öllum lifandi verum og jörðinni sjálfri, bústað okkar í alheiminum.
Að sjálfsögðu er hæfileiki okkar til að skilja heildir og tengsl fremur takmark-
aður, en við getum engu að síður, með ímyndunaraflið að vopni, sett sjálf okkur í
spor allra annarra skepna og jafnvel litið hlutina, eins og Spinoza sagði, sub specie
aeternitatis, undir sjónarhorni eilífðarinnar. Guð og Gaia eru nöfn á verum sem
við getum ímyndað okkur að hafi þau sjónarhorn sem mikilvægust eru til þess
að hægt sé að horfa á veruleika reynslu okkar sem heild. Og við ættum aldrei að
gleyma því að upplifanir okkar eru upplifanir af raunveruleika sem þröngvar sér
upp á huga okkar og knýr okkur til að hlýða leikreglum sínum.
Verkefni okkar hlýtur að vera að reyna að skilja þessar leikreglur og ímynda
okkur alla mögulega leiki sem hægt er að leika í þessu spili þar sem lífið á jörðinni
er að veði – leik sem kann að lúta reglum sem við höfum ekki minnstu hugmynd
um. En við höfum einnig fundið upp okkar eigin reglur og ein þeirra er sú að
menningu og náttúru ætti að halda aðskildum, því þar sé um tvo ólíka hluti að
ræða. Annars vegar höfum við sýnilegan veruleika sem opinberar sig skynfærum
okkar, eldfjall eða foss, hins vegar höfum við hinn ósýnilega veruleika merkingar-
innar sem ferðast með orðum okkar, orðum sem tiltaka þá veru-leika sem við
getum skynjað, eiginleika þeirra, tengsl okkar við þá eða hvað sem er. Náttúran
er nafnið á veruleikanum þarna úti, sem er óháður vitund okkar, og menning
er nafn þess veruleika sem við sköpum okkur sjálf með táknum og hugtökum,
grundvallar verkfærum tæknilegrar og hugmyndafræðilegrar byggingarstarfsemi
menningar okkar.
Við virðumst lifa í tveimur heimum: heimi náttúrunnar og heimi menningar-
Hugur 2014-5.indd 231 19/01/2015 15:09:41