Hugur - 01.01.2014, Page 232
232 Páll Skúlason
innar. Hugmyndin um heild, sem ég held hér á lofti, býður þessari tvískiptingu
birginn. Og öllum röksemdafærslum mínum hingað til hefur verið ætlað að sýna
að þessi tvískipting er ekki í samræmi við raunverulega reynslu okkar, þar sem vit-
und og náttúra mætast við sífellt nýjar og ófyrirsjáanlegar aðstæður. Sú spurning
sem vaknar stöðugt í ferli reynslunnar er þessi: Hvað er lífinu fyrir bestu og hvað
er því skaðlegt; hvað er eyðileggjandi og hvað veldur því að lífið blómstrar? Líkt
og Wendell Berry segir:
Hugtak heilsunnar á rætur sínar í hugtakinu um heild. Að vera heil-
brigður er að vera heill. Orðið heilsa tilheyrir fjölskyldu orða sem, ef við
teljum þau upp, bendir á hversu langt hugleiðingar um heilsu hljóti að
bera okkur: að heila, heill, heilnæmur, helga, heilagur. Og þannig er mögu-
leiki á að skilgreina heilsu með jákvæðari og mun ítarlegri hætti en flestir
læknar og starfsmenn á sviði heilbrigðisþjónustu gera.26
Verkefnið framundan er að þróa hugtak um heild sem gerir okkur kleift að
komast handan hugmyndafræði hagkvæmninnar og undirbúa mun heilbrigðari
heim, þar sem mannfólkið lærir að semja frið við náttúruöflin – í hugsunum
sínum og gjörðum. Og í þessum tilgangi verðum við öll að uppgötva okkar eigin
Öskju.
Marteinn Sindri Jónsson þýddi
Heimildir
Berry, Wendell. 1996. The Unsettling of America. Culture and Agriculture. San Franc-
isco: Sierra Club.
Heidegger, Martin. 2002. Hegel’s Concept of Experience. Off the Beaten Track (bls.
86–156). Cambridge: Cambridge University Press.
Lovelock, James. 2007. The Revenge of Gaia. London: Penguin.
Otto, Rudolf. 1958. The Idea of the Holy. An inquiry into the non-rational factor in the
idea of the divine and its relation to the rational. Oxford: Oxford University Press.
Patrick, G. T. W. og F. M. Chapman. 1935. Introduction to Philosophy. Boston: Hough-
ton Mifflin Company.
Páll Skúlason. 2014. Hugleiðingar við Öskju. Náttúrupælingar (bls. 13–25). Reykjavík:
Háskólaútgáfan.
Pálmi Hannesson. 1957. Askja. Landið okkar. Safn útvarpserinda og ritgerða. Reykjavík:
Menningarsjóður.
26 Berry 1996: 103.
Hugur 2014-5.indd 232 19/01/2015 15:09:41