Hugur - 01.01.2014, Page 237
Tilviljun og tilgangur í lífi og eilífð 237
legum erfingja hans sem beðið hafði verið eftir frá ómunatíð. Loksins gat
Guð dáið og í staðinn komið þessi nýja og stórfenglega tálsýn.7
Hér lætur Monod samtímamenn sína og forvera aldeilis heyra það. Manngyðistrú
er tálsýn alveg eins og guðstrú. Hann varar okkur við því að falla í stafi yfir mann-
inum sem miðju alheimsins og hugmyndum um framfarir. Flestir vísindamenn
gangast auðveldlega við þeim varúðarorðum og þykjast vel í veröld staddir. En
næsta skot geymir Monod fyrir vísindamennina.
Lokatakmark vísindanna væri þá, þaðan í frá, að móta allsherjarkenningu
grundvallaða á fáum kennisetningum sem næðu til alls raunveruleikans,
þar á meðal lífheimsins og mannsins.8
Monod er afhuga þeirri hugmynd að útskýra megi veröldina með nokkrum ein-
földum kennisetningum. Með því að rannsaka flókið samhengi hluta innra með
frumum áleit hann sameindalíffræðina sýna að samspil einfaldra lífefna geti af sér
algerlega ný fyrirbæri sem lúta sérstökum lögmálum. Nú til dags er viðurkennt
að nýir eiginleikar eða lögmál spretta upp á hverju skipulagsstigi. Þetta á bæði við
um efnisheiminn og lífverur. Eiginleikar salts eru aðrir en eiginleikar natríums
og klórjóna sitt í hvoru lagi. Eðlisfræðilegir eiginleikar klórjóna geta útskýrt vissa
eiginleika salts, en klór í sambandi við natríum hefur nýja og ófyrirséða eiginleika.
Eins hefur lífvera með flókið taugakerfi og skynjun aðra eiginleika en lífvera með
einfalt taugakerfi og einfaldari skynjun. Að endingu er ljóst að skammtafræðin
útskýrir ekki eiginleika samfélaga mannsins, heldur skipta lögmál félagsfræði og
sálfræði þar meira máli.9
Nauðsyn og tilviljun eða tilviljun og nauðsyn
Kjarni hugmynda Monods er andstæðurnar tilviljun og nauðsyn10 og hvernig
þær einkenna og móta lífverur. Tilviljun og nauðsyn virka sem algerar andstæð-
ur, en eru jafn nauðsynlegar lífinu og tvíeggjað sverð Artúri konungi. Rétt er
að skilgreina hugtökin örlítið nánar. Samkvæmt Monod er nauðsyn innbyggður
eiginleiki lífvera sem birtist á nokkra vegu. Hún endurspeglast í því að erfðir,
þroskun og innri kerfi frumunnar eru mjög skilvirk. Prótín í kjörnum fruma
mynda t.d. stórsameindir og starfa á skilvirkan hátt. Nauðsynin skín einnig af
þeirri staðreynd að lífverur verða að leysa margvíslegar þrautir til þess að halda
lífi og fjölga sér. Nauðsynin birtist líka skýrt í þroskun. Úr frjóvguðu hænueggi
kemur hænsnfugl, úr bleikjuhrogni bleikja. Að endingu er nauðsynin samofin
óbreytileika æxlunar, því líf kemur af lífi.
7 Monod 2013: 82.
8 Monod 2013: 82.
9 Steindór J. Erlingsson 2002: 69–74.
10 Þær má rekja til forngríska heimspekingsins Demókrítosar (460–370 f.o.t.): „everything existing
in the universe is the fruit of chance and of necessity“, tilvitnun í Carroll 2013: 486.
Hugur 2014-5.indd 237 19/01/2015 15:09:41