Hugur - 01.01.2014, Page 238
238 Arnar Pálsson
Monod eru erfðakerfi einstaklega hugleikin og hann rekur eiginleika DNA og
eftirmyndun þess í þaula. Erfðakerfin tryggja að erfðaefnið kemst til afkvæma,
svo þau geti þroskast eftir réttri forskrift. Erfðir bera í sér nauðsyn, allt þangað til
tilviljunin kemur til skjalanna.
Augljósustu áhrif tilviljunarinnar eru í handahófskenndum breytingum á
erfðaefninu. Breytingar á erfðaefni verða vegna tilviljunar. Hún getur einnig mót-
að afdrif tegunda og vistkerfa, t.d. er tilviljun háð hvar stórir lofsteinar lenda á
jörðinni og torvelda lífsskilyrði lífvera. Freistandi væri að álykta að Monod hafi
sett tilviljunina ofar nauðsyninni því hann hefði getað nefnt bókina Nauðsyn og
tilviljun. Hann virðist þeirrar skoðunar að tilurð lífs á jörðu hafi verið ólíklegur
atburður og bendirorðalag bókarinnar til þess, svo sem: „Númerið okkar kom upp
í fjárhættuspilinu.“11 Þrátt fyrir það fjallar Monod aðallega um kerfi nauðsynjar.
En nauðsynin birtist einnig á annan hátt, í sérstöku fyrirbæri sem spannar og
útskýrir sögu lífsins, þ.e. hugmyndinni um náttúrulegt val.12
Þróun leiðir til breytinga á lífverum vegna tilviljana og náttúrulegs vals. Tilvilj-
anakennd brenglun á genum getur erfst til næstu kynslóðar. Til allrar blessunar
eru slíkar breytingar sjaldgæfar. Meiru skiptir að sumar þeirra hafa jákvæð áhrif.
Náttúrulegt val getur leitt til breytinga á stofnum, þegar vissir erfðaþættir veljast
úr og aðrir lækka í tíðni. En á meðan stökkbreytingar eru tilviljanakenndar er
náttúrulegt val það ekki. Því á þróunin sér stað á milli póla Monods, tilviljunar og
nauðsynjar, hráefni hennar eru tilviljanir en hún getur gerst á vélrænan hátt.
Monod og samtímavísindamenn sýndu að kerfi fruma eru ótrúlega margslung-
in. Sameindakenningin fjallar ekki bara um tilviljun og nauðsyn, heldur einnig
um svimandi flókin kerfi frumunnar og lífvera. Margir hafa freistast til að horfa
á þessa blöndu af ballet, sirkus og stríði og telja eiginleika lífsins einhverjum guði
að þakka. Monod blæs á allt slíkt.
Víxlverkanirnar sem eru til grundvallar og allt veltur á eru tiltölulega
auðskildar vegna hins „vélræna“ eðlis síns. Það er hins vegar hið gífurlega
flókna skipulag lífkerfa sem kemur í veg fyrir að allsherjarlýsing eða
-skýring liggi í augum uppi. En það á við í líffræðinni líkt og í eðlisfræð-
inni að þessi huglægu vandkvæði er ekki hægt að nota sem rök gegn
tiltekinni kenningu.13
Með öðrum orðum, það að lífverur skuli vera flóknar eru ekki nægileg rök fyrir
því að meðtaka sköpunarhugmyndir eða fallast á að yfirnáttúruleg vera móti
eigin leika lífvera. Monod afgreiðir þar með röksemdir náttúruguðfræðinga og
sköpunarsinna (sem og seinni tíma útvatnanir eins og vithönnunarsinna14).
11 Monod 2012: 210.
12 Monod 2012: 160.
13 Monod 2012: 201.
14 Steindór J. Erlingsson 2006.
Hugur 2014-5.indd 238 19/01/2015 15:09:41