Hugur - 01.01.2014, Page 239
Tilviljun og tilgangur í lífi og eilífð 239
Þróun, mótsögnin um nýjungar og íhaldssemi
Sameindalíffræðin undirstrikaði líka grundvallarlögmál þróunar um skyldleika
lífvera. Kerfi sem eru að verki í gerlum geta einnig verið að verki í dýrum. Monod
útskýrir þetta mjög eftirminnilega: „Það sem á við um E. coli á einnig við um fíl-
inn.“15 En þróun ber í sér athyglisverða mótsögn, hún getur bæði verið íhaldssöm
og skapandi, eða eins og Monod orðar það:
Ef efnisþættir lífsins eru þeir sömu í öllum lífverum og nýmyndaðir eftir
sömu brautum, hver eru þá upptök hinna firnamiklu formfræðilegu og
lífeðlisfræðilegu fjölbreytni þeirra? Og það sem meira er, hvernig fer sér-
hver tegund að því að viðhalda þeim byggingareinkennum óbreyttum,
frá einni kynslóð til annarrar, sem sérkenna hana og greina hana frá öðr-
um tegundum þótt hún notfæri sér sömu efnasambönd og efnahvörf og
allar hinar tegundirnar?16
Það er forvitnilegt að Monod skuli ekki kynna náttúrulegt val og þróun til sögu
í fyrsta kafla bókarinnar. Í nútímalíffræði er þróun skilgreind sem lykileiginleiki
lífvera, hún er algerlega óhjákvæmileg hjá fyrirbærum sem geta eftirmyndað sig og
fjölgað sér.
Náttúrulegt val byggir á nokkrum atriðum. Í fyrsta lagi ber að nefna fjölbreyti-
leika á milli einstaklinga, í öðru lagi er breytileikinn arfgengur að einhverju leyti
og í þriðja lagi eignast lífverur mismörg afkvæmi (þ.e. æxlunin er mishröð). Á
grundvelli þessara þriggja staðreynda sprettur náttúrulegt val. Það og baráttan
fyrir lífinu útskýra hvernig eiginleikar lífvera varðveitast og hvernig nýjungar
þróast og tegundir aðlagast breyttu umhverfi.
Náttúrulegt val á sér sífellt stað og með því laga tegundir sig smám saman betur
að umhverfi sínu og grundvallarkerfi lífvera byggjast upp.
Framfarir, stofnar og hlutleysi í þróun
Af ýmsum sögulegum ástæðum var þróunarkenningin veik í Frakklandi. Monod
þekkir samt megindrætti kenningarinnar og setur hina nýju sameindaerfðafræði
í samhengi við hana. En þróunarkenningin er ansi flókin, m.a. byggir náttúrulegt
val á forsendu sem margir átta sig ekki á: Það er hugmyndin um stofn, þar sem
breytileiki í stofnum er nauðsynlegur fyrir þróun. Monod hafði takmarkaðan
skilning á stofnahugtakinu. Notum nú skrif Monods til að kanna þetta hugtak
og ræðum í framhaldinu hlutleysi – stærstu viðbótina við þróunarkenninguna á
seinni hluta tuttugustu aldar.
Líffræði nítjándu aldar byggðist á hugmyndinni um týpur. Hver tegund væri af
ákveðinni grunngerð eða týpu og breytileiki einstaklinga á milli var aðeins „suð“.
Darwin og Wallace settu hins vegar breytileika á milli einstaklinga í öndvegi.
15 Friedman 2004.
16 Monod 2012: 159.
Hugur 2014-5.indd 239 19/01/2015 15:09:41