Hugur - 01.01.2014, Page 244
244 Arnar Pálsson
myndanna til jafns og er bæði hrjáð og auðguð af þessu nístandi tvíeðli
sem tjáð er í listum, ljóðum og í mannlegri ást.29
Eins og áður sagði gagnrýnir Monod manngyðistrúna. En að endingu staðsetur
hann manninn í óravíddum geimsins, eftir að hafa rakið vélrænar rætur æxlunar,
þroskunar og mannlegs atferlis. Hann tætir af okkur trúarleg eða lífspekileg klæði
fortíðar og skilur okkur eftir nakin án ytri tilgangs. En í lokaorðum bókarinnar
færir hann okkur val:
Loks veit maðurinn að hann er einn í óravíðum afskiptalausum alheimi
þar sem hann kom fram fyrir tilviljun. Hvorki skyldur hans né örlög
hafa nokkurs staðar verið skráð. Hans er að velja milli konungsríkisins
og myrkranna.30
Heimspeki Alberts Camus var á svipuðum nótum. Menn verða að ákveða hvernig
þeir lifa og hvað þeir taka sér fyrir hendur. Camus velti fyrir sér fáránleika lífsins
og dauðleikanum. Fyrir honum eru þrír möguleikar í boði þegar maður uppgötvar
dauðleika sinn: að trúa á eitthvað yfirnáttúrulegt, fremja sjálfsmorð eða að lifa
með þeirri staðreynd að við erum dauðleg og þurfum að finna okkar eigin tilgang.
Fyrir Camus var sjálfsmorð svindl þar sem það væri flótti frá spurningunni um
tilgang lífsins í guðlausri veröld. Trú á guð væri einnig flótti frá spurningunni
þótt í hina áttina væri og því ígildi heimspekilegs sjálfsmorðs. Camus skrifaði
Goðsögnina um Sisyfos en samkvæmt grískri goðsögn höfðu guðirnir dæmt Sis-
yfos til þess að velta steini sífellt aftur upp fjallshlíð til eilífðar. Flestir sjá það sem
skelfilegan dóm, en Camus fannst Sisyfos aðdáunarverður því hann streittist við
hið ómögulega. Í útleggingu Camus var Sisyfos hamingusamur maður.
Ég yfirgef Sisyfos við rætur fjallsins. Maður tekur alltaf kross sinn upp
aftur. Sisyfos ber vitni um æðri trúmennsku, sem afneitar guðunum og
lyftir steininum. Og hann lyftir steininum og viðurkennir að allt sé gott.
Hinn húsbóndalausi alheimur virðist honum hvorki ófrjór né tilgangs-
laus. Sérhvert granítkorn í steininum, hver glitrandi málmsteinsarða í
dimmu fjallinu, mynda hver sinn heim. Baráttan til að ná upp á tindinn
er nóg til að fylla eitt mannshjarta.
Maður hlýtur að ímynda sér Sisyfos hamingjusaman mann.31
Það er til vitnis um að sýn Monods á tilveruna sé áþekk þeirri sem Camus boðaði,
að hann kaus einmitt þennan hluta úr sögu Camus sem upphafstilvitnun bók-
arinnar Tilviljun og nauðsyn. Camus setti hið skapandi framtak ofar öðru meðal
viðfangsefna hins viti borna manns. Honum fannst aðdáunarvert að maðurinn
skuli skapa ótrúlega fegurð og innblásin verk, þrátt fyrir dauðleika sinn og hin
29 Monod 2012: 250.
30 Monod 2012: 253.
31 Þýðing Páls Skúlasonar á lokaorðum bókar Albert Camus Goðsögnin um Sisyfos, birtist í Monod
2012: 27–28.
Hugur 2014-5.indd 244 19/01/2015 15:09:42