Hugur - 01.01.2014, Page 247
Hugur | 26. ár, 2014 | s. 247–254
Sigurður Kristinsson
Hugleiðingar um Farsælt líf,
réttlátt samfélag
Síðla árs 2008 hrundi íslenska bankakerfið og efnahagur landsins sömuleiðis. Það
voru afleit tíðindi. Fyrr á sama ári hafði hins vegar orðið sá gleðilegi atburður að
út kom hjá Heimskringlu, Háskólaforlagi Máls og menningar, bókin Farsælt líf,
réttlátt samfélag: Kenningar í siðfræði eftir Vilhjálm Árnason, prófessor í heim-
speki við Háskóla Íslands. Var það mjög í samræmi við inntak hennar að höfund-
urinn gegndi skömmu síðar lykilhlutverki í að móta upplýsta umræðu um siðferði
og starfshætti í tengslum við fall íslensku bankanna.1
Bók Vilhjálms er að mínu mati vitnisburður um aðdáunarvert val háskólakenn-
ara á viðfangsefnum og áherslum í fræðilegu starfi. Þar á ég ekki einungis við
efnið og efnistökin heldur einnig þá ákvörðun að rita slíkt verk á íslensku. Starfs-
umhverfi íslenskra háskólakennara ætti að sjálfsögðu að hvetja þá til að leggja
út í slíkt stórvirki fyrir íslenska lesendur, en því miður má deila um hvort svo sé.
Áhersla er lögð á birtingar í erlendum tímaritum og er það vísasti vegurinn til
frama innan háskólakerfisins, en veikari hvatar eru til þess að háskólakennarar
leggi sitt af mörkum til að fræðin séu einnig stunduð á íslensku, eða taki þátt í
samfélagslegri umræðu.2 Ákvörðun um að gera það engu að síður ber því vott um
„góðan vilja“ svo gripið sé til orðalags Immanuels Kant í öðru samhengi.3
Þessi góði vilji Vilhjálms er úthugsaður af hans hálfu enda hefur hann varað
opinberlega við þeim hættum sem leynast í því þegar rannsóknum er stýrt kerfis-
bundið með einstaklingsbundinni umbun. Í greininni „Árvekni eða auðsveipni
– hlutverk hugvísindamanna í samfélagsumræðu“ segir Vilhjálmur það skoðun
sína að hvatakerfið við Háskóla Íslands hafi verið „of þröngt og jafnvel beinlín-
is andsnúið því að við leggjum fram okkar skerf til að treysta stoðir íslenskrar
1 Sbr. Vilhjálm Árnason, Salvöru Nordal og Kristínu Ástgeirsdóttur 2010.
2 Í spurningakönnun síðla árs 2011 komu fram skýrar vísbendingar um að akademískir starfsmenn
íslenskra háskóla vilji almennt leggja meira af mörkum til samfélagslegrar umræðu en þeir gera í
raun og séu talsvert fjær því að standa undir eigin væntingum á þeim vettvangi en á öðrum svið-
um starfs síns, svo sem birtingu rannsókna í tímaritum og bókum (Trausti Þorsteinsson, Sigurður
Kristinsson og Hjördís Sigursteinsdóttir 2012: 300–301).
3 Sjá Kant 2003.
Hugur 2014-5.indd 247 19/01/2015 15:09:42