Hugur - 01.01.2014, Page 250

Hugur - 01.01.2014, Page 250
250 Sigurður Kristinsson þ.e. þeirri gagnrýni að hið skilyrðislausa skylduboð sé einungis formlegt og þar af leiðandi innihaldslaust. Jafnframt vekur kaflinn þær spurningar um tengsl sið- ferðilegra hugsjóna við raunveruleg samfélög, menningu og stofnanir sem tekist er á við í síðari köflum bókarinnar. Í þriðja hluta, sem nefnist „Einstaklingur og samfélag“, er fjallað um Marx, Kierkegaard og Nietzsche. Í öllum tilvikum er umfjöllunin að mínu mati frábær. Enginn þessara hugsuða setti fram siðfræðikenningu eða teldist venjulega til helstu höfunda í sögu siðfræðinnar. Þvert á móti greindu þeir allir siðferðið frá ytra sjónarhorni sem virðist fremur til þess fallið að grafa undan tiltrú á það að siðferði sé sérstaklega jákvætt fyrir samfélagið eða einstaklinginn. Þó eykur það verulega gildi bókarinnar að um þessar kenningar er fjallað, því að þær sýna að leitin að svörum við því hvað sé eftirsóknarvert samfélag og heilt eða aðdáunarvert líf fer ekki einungis fram á forsendum siðferðis og siðfræði og að hugtakakerfi og félagslegur veruleiki siðferðisins er engan veginn hafið yfir ytri gagnrýni. Um leið er minnt á „að siðfræðin verði að tengja greiningu sína við djúpstæða þætti í efnahagslífi og sálarlífi manna sem standa siðferðilegum hugsjónum fyrir þrifum“ (197). Fjórði hluti nefnist „Frelsi og skynsemi“ og þar er fengist við rökgreiningar- siðfræði, tilvistarsiðfræði og nýju dygðafræðina. Með rökgreiningarsiðfræði á Vilhjálmur við höfunda á borð við G. E. Moore, W. D. Ross, A. J. Ayer, C. L. Ste- venson, R. M. Hare, Steven Toulmin og Kurt Baier. Þótt Vilhjálmur sé almennt gagnrýninn á nálgun rökgreiningarsiðfræðinnar og kalli hana m.a. „smásmygl- islega hugtakagreiningu“ (9) sýnir hann fullt vald á analýtískri nálgun og gerir afar skýra grein fyrir kenningum og rökfærslum þessara höfunda, sem og takmörk- unum þeirra. Finna má að því að sjálfa flokkunina í rökgreiningarsiðfræði mætti skilgreina betur. Helst virðist sem Vilhjálmur eigi einungis við heimspekinga sem gengu út frá rökfræðilegri raunhyggju og áttu því erfitt með að staðsetja siðferð- isumræðu sem merkingarbæra þekkingarleit, auk þess að ganga út frá skörpum greinarmun staðreynda og verðmæta. Hins vegar getur verið villandi að einskorða rökgreiningarflokkinn við slíka höfunda, þar sem rökgreiningaraðferð í siðfræði hvarf alls ekki úr sögunni með rökfræðilegu raunhyggjunni. Tilvistarsiðfræðinni eru gerð vönduð skil og er það áhrifamikið fyrir lesand- ann að flytjast svo áreynslulaust úr alvörugefinni og nákvæmri rökgreiningunni yfir í örvæntingarfulla en skapandi kenningasmíð höfunda á borð við Sartre og Heidegger. Vilhjálmur sýnir hér hve fjölhæfur og víðsýnn heimspekingur hann er. Svo gripið sé til þeirrar skemmtilegu orðasmíðar Mikaels Karlssonar að tala um „ruglspeki“ og „staglspeki“ þá fer Vilhjálmur létt með að setja sig í stelling- ar beggja en festist ekki í þeim sjálfur. Hans eigin nálgun væri betur lýst sem einlægri og jarðtengdri leit að skilningi sem hjálpar okkur að takast á við áleitnar spurningar tilverunnar. Í kaflanum um tilvistarspekina stígur í fyrsta sinn í bók- inni fram femínískur höfundur, Simone de Beauvoir, sem Vilhjálmur segir hafa opnað tilvistarspekinni siðfræðilega vídd sem Sartre var blindur fyrir. Nýja dygðafræðin er vel útlistuð en fær þó heldur slaka einkunn hjá Vilhjálmi. Hér er átt við höfundana Elizabeth Anscombe, Philippu Foot, Alasdair McIntyre Hugur 2014-5.indd 250 19/01/2015 15:09:42
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.