Hugur - 01.01.2014, Page 253
Hugleiðingar um Farsælt líf, réttlátt samfélag 253
á veruleikanum, fremur en að sýna honum fram á það með óyggjandi rökum
hvar sannleikurinn liggur í hverju máli. Þó er bókin stútfull af rökræðum, en þær
felast gjarnan í því að brugðist er við þekktum mótbárum gegn þeirri kenningu
sem fjallað er um eða bent á hvernig ein kenning hafi tiltekna kosti eða búi yfir
innsæi sem aðra skortir. Í raun má segja að Vilhjálmur hafi einstakt lag á að koma
fram við höfundana sem hann fjallar um af virðingu jafnvel þegar hann gagnrýnir
staðhæfingar þeirra.
Smekkur heimspekinga fyrir aðferðafræðilegri nálgun er misjafn. Á köflum
saknaði ég þess að Vilhjálmur notaði meira aðferð rökgreiningar, þar sem al-
mennar staðhæfingar væru prófaðar, slípaðar til eða hafnað með hugvitsamlegum
gagndæmum. Lesandinn er á stundum skilinn eftir með góða mynd af megin-
hugmyndum einhvers heimspekings, túlkun Vilhjálms á þeim og mat hans á því
hvernig þær standist gagnrýni, en ekki eins þéttan og nákvæman rökstuðning
fyrir skýrt afmörkuðum staðhæfingum og stundum er viðhafður í rök greiningar-
heimspeki. Yfir þessu væri þó fánýtt að kvarta, því að með slíkri aðferðafræði væri
örugglega ekki mögulegt að skrifa eins yfirgripsmikið verk og þetta, sem væri eins
fræðandi og upplýsandi um siðfræðisöguna, strauma, stefnur og hugmyndaþræði.
Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Þar að auki er ljóst af kaflanum um rök-
greiningarsiðfræði að Vilhjálmur hafnar slíkri aðferðafræði að yfirlögðu ráði til að
forðast smásmygli hugtakagreiningar og eiga þess í stað kost á víðtækari heildar-
sýn og e.t.v. dýpri skilningi. Slík heildarsýn og skilningur er einmitt það sem eftir
situr þegar bókin hefur verið lesin.
Lokaorð
Hér í upphafi var vakin athygli á því að engan veginn er sjálfsagt að bók sem þessi
sé skrifuð á íslensku. Einnig var tilurð hennar sett í samhengi við afstöðu Vil-
hjálms til samfélagslegs hlutverks háskóla og borgaralegrar skyldu háskólafólks. Í
síðari hluta verksins má segja að frekari stoðum sé skotið undir slíka afstöðu, þar
sem fjallað er um rök Habermas fyrir því að samfélagslegt réttlæti krefjist upp-
lýstrar og málefnalegrar umræðu og þar sem Vilhjálmur færir sjálfstæð rök fyrir
því í lokakaflanum að stærsta réttlætisverkefni samtímans sé að tryggja öllum
aðgang að góðri menntun. Ritið er í heild sinni ómetanlegt framlag til upplýstrar
og málefnalegrar umræðu um siðferði og samfélag á íslensku og skapar mikil
tækifæri til menntunar.
Óháð öllum vangaveltum um mikilvægi verksins fyrir íslenskt samfélag og
menntunarkosti þess er þó ljóst að þetta vandaða og mikla rit myndi sóma sér
vel hjá hvaða alþjóðlegu útgáfufyrirtæki fræðirita sem er. Það er því mikið lán
fyrir íslenska heimspeki, og vonandi fyrir upplýsta samfélagsumræðu á Íslandi til
lengri tíma, að það hafi verið samið og gefið út á íslensku.
Hugur 2014-5.indd 253 19/01/2015 15:09:42