Hugur - 01.01.2014, Síða 257
Hverjir eru þeir og hvar eru þær? 257
þeirra í læknadeildinni, í átta hundruð metra fjarlægð, að gera mjög lærdómsríkar
tilraunir með heilaskaddað fólk“ (14, skáletrun mín).
Iðulega virðist litið á það sem gefinn hlut að lesandinn sé karlkyns: „Erum við
þar með komnir með fullnægjandi skýringar á kenndum og tilfinningum? […] Því
eiginlega erum við ekki búnir að skýra neitt […]“ (84, skáletranir mínar). Ann-
að dæmi er þar sem áðurnefnd grein eftir Thomson er til umræðu: „Samkvæmt
orðum Thomsons er kona, sem verður óvart ófrísk, í svipaðri aðstöðu og þú sem í
dæminu hér á undan varst tengdur við fiðluleikarann gegn vilja þínum. Og á sama
hátt og þú varst ekki neyddur til að axla ábyrgð á lífi fiðluleikarans, þannig er því
líka varið með konuna gagnvart fóstrinu sem vex án ásetnings innan í henni“ (184,
skáletranir mínar).
Þýðandi notast gjarnan við forskeytið kven- þegar talað er um konur sem gegna
einhverju starfi eða eru í einhverju hlutverki og þetta kemur oft ankannalega út. Á
bls. 309 er til dæmis fjallað um bókina Mandarínana eftir Simone de Beauvoir: „Í
bókinni segir kvenheimspekingurinn frægi og vinkona Sartre frá hinum dásam-
legu svartsýnisárum í París eftirstríðsáranna.“ Þrátt fyrir takmarkaða þýskukunn-
áttu skilst mér að í þýsku sé viðskeytið -in oft sett aftan við nafnorð, til dæmis
starfsheiti, til að gefa til kynna að um konu sé að ræða og líklega er þýðandi að
reyna að íslenska þetta. Útkoman verður fremur skrýtin og eins og verið sé að
setja alveg sérstaka auglýsingu við að þarna sé nú kona sem sé heimspekingur.
Þarna í textanum hefur nafn Simone de Beauvoir komið fram í setningunni á
undan og lesandinn er væntanlega búinn að átta sig á að hún sé kona. Þetta er
jafnvel enn skrýtnara þegar talað er um kvendyravörð eða kvensjúkling, já, eða
„rhesuskvenapann Fawn“ (161). Þarna er karlkynið heldur betur normið; ef kona
lætur á sér kræla er það svo mikið frávik að nauðsynlegt er að setja sig í alveg
sérstakar stellingar og búa til alveg sérstök orð yfir það. Samkvæmt þessari heims-
mynd eru meira að segja sjúklingar undir öllum venjulegum kringumstæðum
karlkyns. Sé sjúklingur kona þá hlýtur hún að teljast óvenjulegur sjúklingur og
kallast kvensjúklingur.
Ef til vill má segja að karllægnin í bókinni sé til merkis um að hún sé gamal-
dags. Að minnsta kosti upplifði ég hana oft þannig, svona eins og ég væri komin
aftur til einhvers tíma þar sem ekki var gert ráð fyrir að konur læsu bækur um
heimspeki. Eiginlega finnst mér ekki að ég ætti að þurfa að útskýra þetta en ég
ætla samt að gera það, svona til öryggis: Þegar ég les bók þar sem lesendur eru
ávarpaðir í karlkyni með þeim hætti sem ég hef lýst hér á undan, þá finnst mér
bókin ekki vera ætluð mér til aflestrar. Mig grunar að þetta gildi um fjölmargar
aðrar konur líka. Mér finnst eðlilegt að lesendur séu ávarpaðir í karlkyni í bókum
sem fjalla sérstaklega um þvagfæravandamál karla, pungsig eða annað í þeim dúr
sem aðeins snertir karla. Í öllum öðrum tilfellum er það dónaskapur.
Annað merki um gamaldags gildismat sem mér finnst ekki boðlegt á öðrum
áratug tuttugustu og fyrstu aldar er að finna í kaflanum um Wittgenstein: „Witt-
genstein hellti sér út í rannsóknir sem hann gerði þó hlé á til að fara í löng ferða-
lög, aðallega til Noregs þar sem hann byggði sér kofa á fjarðarströnd og fékk útrás
fyrir samkynhneigð sína með vini sínum frá Cambridge“ (110, skáletrun mín). Ég
Hugur 2014-5.indd 257 19/01/2015 15:09:42