Hugur - 01.01.2014, Page 262
262 Höfundar og þýðendur efnis
Henry Alexander Henrysson er doktor í heimspeki frá Reading-háskóla í
Englandi. Hann vinnur að rannsóknum og verkefnastjórn við Siðfræðistofnun og
Heimspekistofnun Háskóla Íslands.
Jón Bragi Pálsson lauk BA-námi í heimspeki vorið 2012 og MA-námi í hag-
nýtri menningarmiðlun vorið 2014 við Háskóla Íslands. Hann hefur starfað sem
aðstoðarmaður við rannsóknir á vegum heimspekideildar, vefstjóri hjá Siðfræði-
stofnun og sem frístundaráðgjafi síðustu misseri.
Marteinn Sindri Jónsson er með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands.
Martin Heidegger er einn frægasti heimspekingur 20. aldar. Hann var heim-
spekiprófessor við háskólann í Marburg og síðar Freiburg. Önnur greinin í heft-
inu segir frá aðdragandanum að samningu frægasta rits hans, Veru og tíma, en hin
veitir innsýn í helstu hugðarefni hans á seinni hluta ferils hans.
Páll Haukur hefur starfað sem myndlistarmaður beggja vegna Atlantshafsins
síðan 2008. Hann útskrifaðist frá California Institute of the Arts vorið 2013 og
býr nú og starfar í Los Angeles. Páll er ritstjóri andfræðilega ársritsisns N-o-
nS…e;nSI/c::::a_L sem nýlega sendi frá sér sitt fyrsta rit: (ethics) eða (siðfræði).
Páll Skúlason lauk doktorsprófi frá Kaþólska háskólanum í Louvain í Belgíu
1973 og hefur verið professor í heimspeki við Háskóla Íslands frá 1975. Hann var
rektor Háskóla Íslands 1997–2005.
Ólafur Páll Jónsson lauk MA-prófi í heimspeki frá Calgary-háskóla í Kanada
og Ph.D.-prófi í heimspeki frá MIT í Bandaríkjunum. Hann er dósent í heim-
speki við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Salvör Nordal lauk doktorsprófi í heimspeki frá Háskólanum í Calgary í Kan-
ada 2014. Hún er forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Sigurjón Árni Eyjólfsson lauk doktorsprófi frá guðfræðideild Christian-Al-
brechts-Universität í Kiel 1991 og öðru frá guðfræðideild Háskóla Íslands 2002.
Hann er sérfræðingur í samstæðilegri guðfræði og starfar sem héraðsprestur í
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Hann hefur verið stundakennari við guðfræði-
og trúarbragðafræðideil Háskóla Íslands frá 1991. Hann hefur ritað fjölda fræði-
bóka, nú síðast Trú, von og þjóð: Sjálfsmynd og staðleysur (2014), auk ritgerða og
greina í innlend og erlend fræðirit.
Sigurður Kristinsson lauk doktorsprófi í heimspeki frá Cornell-háskóla
í Bandaríkjunum 1996 og gegnir nú stöðu prófessors í heimspeki við hug- og
félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að
siðfræði, bæði fræðilegri og hagnýtri auk siðfræðilegrar sálarfræði. Hann hefur
m.a. birt greinar og bókarkafla um sjálfræði einstaklinga og skyld hugtök, frelsi
viljans, siðfræði rannsókna, upplýst samþykki, gagnagrunnsrannsóknir, siðfræði
starfsgreina, fagmennsku kennara og skólastjórnenda og samfélagslegt hlutverk
háskóla.
Hugur 2014-5.indd 262 19/01/2015 15:09:42