Hugur - 01.01.2014, Page 264
Hugur | 26. ár, 2014 | s. 264–266
Frá stjórn Félags áhugamanna um heimspeki
Frá því að síðasti pistill stjórnar birtist í Hug hefur það helst átt sér stað að á
aðalfundi FÁH, sem haldinn var í nóvember 2012, var kosin ný stjórn þar sem
undirrituð, Erla Karlsdóttir, tók við formennsku af Agli Arnarsyni. Eru Agli hér
með færðar síðbúnar þakkir fyrir sín störf í þágu FÁH. Þá tóku einnig sæti í stjórn
félagsins Nanna Hlín Halldórsdóttir og Hómfríður Þórisdóttir en Emma Björg
Eyjólfsdóttir og Jakob Guðmundur Rúnarsson héldu sínum sætum í stjórn. Síðan
hefur Nanna Hlín látið af störfum og Kristján Guðjónsson tekið hennar sæti.
Frá því nýr formaður tók við hefur ýmislegt borið á góma og er þar fyrst að nefna
að langvarandi fundarsetur og samningaumleitan um það að gera Hug aðgengi-
legan á netinu fengu farsælan endi. Á vormánuðum 2013 varð Hugur aðgengilegur
á netinu gegnum timarit.is að nýjustu fimm árgöngunum undanskildum.
Nokkrir viðburðir hafa verið haldnir þar sem leitast hefur verið við að skoða
heimspeki frá ólíkum sjónarhornum. Í mars 2013 var heimspeki hugleidd út frá
fantasíuskáldskap og kvikmyndum á vel sóttum viðburði á Sólon þar sem frum-
mælendur voru Nanna Hlín Halldórsdóttir, Arngrímur Vídalín og Arnar Elísson.
Á aðalfundi þá um vorið var samþykkt að hækka félagsgjöld til að tryggja rekstur
félagsins og útgáfu Hugar. Sú ákvörðun hefur ekki reynst hafa neikvæð áhrif á
félagafjölda. Í kjölfar aðalfundar var haldið málþing þar sem Arnór Hanniblasson
heimspekingur var heiðraður en hann hafði fallið frá í janúar á því sama ári. Þar
hélt Henry Alexander Henrysson ásamt Erlendi Jónssyni erindi um heimspeki
Arnórs. Haustið 2013 var ákveðið að brydda upp á þeirri nýbreytni að skoða tengsl
skáldskapar og heimspeki og hélt FÁH fjölsótt bókmenntakvöld þar sem rithöf-
undarnir Auður Ava Ólafsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Sigrún Pálsdóttir
og Eiríkur Guðmundsson tóku til máls við góðar undirtektir. Björn Þorsteinsson
heimspekingur sá um að stjórna pallborði. Á aðalfundi félagsins í maí 2014 var
Gunnar Ragnarsson, þýðandi og fyrrum skólastjóri grunnskólans í Bolungarvík,
gerður að heiðursfélaga FÁH fyrir störf sín í þágu heimspeki á Íslandi. Í kjölfarið
var svo haldið málþing til heiðurs Gunnari þar sem Eyja Margrét Brynjarsdóttir,
Henry Alexander Henrysson og Jón Bragi Pálsson fluttu erindi í tengslum við
þýðingarstörf og heimspekiáhuga Gunnars.
Ákveðið var árið 2013 að koma á fót ritnefnd Hugar sem veitti ritstjóra faglega
aðstoð og stuðning við ritstjórn tímaritsins og er ritstjóra innan handar við útgáf-
una. Fulltrúar í ritnefnd geta tekið að sér umsjón með einstökum efnisþáttum
útgáfunnar að beiðni ritstjóra. Í ritnefnd skulu eiga sæti þrír síðustu ritstjórar
tímaritsins auk fulltrúa stjórnar, sem heldur utan um starf hennar og samskipti.
Hugur 2014-5.indd 264 19/01/2015 15:09:43