Hugur - 01.01.2014, Page 266
266 Frá stjórn Félags áhugamanna um heimspeki
arskálarnar til að ná því marki að rétta af kynjahallann þegar kemur að höfundum
og umfjöllunarefni greina í Hug, og hvað varðar alla starfsemi félagsins.
Vetrardagskrá FÁH 2014–2015 hefur farið vel af stað. Í október var staðið fyrir
aftanspjalli undir yfirskriftinni „Til hvers heimspeki?“ á veitingastaðnum Bast.
Salvör Nordal og Brynhildur Sigurðardóttir leiddu umræður um tilgang og
aðdráttarafl heimspekinámsins og hlutverk heimspekinnar fyrir utan hið strang-
fræðilega svið. Við upphaf aðventu var bókmenntakvöld félagsins endurtekið í
Stúdentakjallaranum þar sem rithöfundar veltu fyrir sér tengslum heimspeki og
bókmennta. Höfundarnir Bjarni Bjarnason, Davíð Stefánsson, Heiðrún Ólafs-
dóttir og Stefán Máni tóku til máls, lásu upp úr eigin verkum og áttu samtal við
áheyrendur. Félagið dafnar því vel og hafa viðburðir þess undanfarin ár verið vel
sóttir sem sýnir að vonandi er heimspekin í sókn. Stærsta verkefnið framundan
er að rétta af kynjahalla í Hug en markvisst hefur verið unnið að slíku í tengslum
við viðburði félagsins.
Erla Karlsdóttir, formaður FÁH
Hugur 2015 – kallað eftir efni
Hugur – tímarit um heimspeki lýsir eftir efni í 27. árgang, 2015. Þema Hugar
2015 verður „Líkami“. Heimspekin hefur stundum verið sökuð um að
vanrækja líkamann, en á síðustu árum og áratugum hefur líkaminn orð-
ið viðfangsefni æ fleiri heimspekinga. Óskað er eftir greinum sem varpa
ljósi á hlutverk líkamans í heimspekisögunni og birtingarmyndir hans
innan fjölbreyttra sviða og viðfangsefna heimspekinnar, svo sem innan
fyrirbærafræði, fornaldarheimspeki, líf- og heilbrigðissiðfræði, umhverf-
issiðfræði, stjórnmálaheimspeki, trúarheimspeki, femínískrar heimspeki
og nýaldarheimspeki.
Efni 27. árgangs afmarkast ekki við þemað. Greinar og þýðingar um
margvísleg heimspekileg efni eru velkomnar. Allar frumsamdar greinar
sem birtast í Hug fara í gegnum nafnlausa ritrýni og ákvarðanir um birt-
ingu eru teknar á grundvelli hennar. Viðmiðunarlengd greina er átta þús-
und orð að hámarki. Höfundar eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningar
um frágang sem finna má á Heimspekivefnum (mappa undir fyrirsögn-
inni FÁH/Hugur).
Skilafrestur efnis fyrir Hug 2015 er 30. apríl 2015. Efni skal senda til rit-
stjóra, Guðbjargar R. Jóhannesdóttur, grj5@hi.is. Þangað má einnig senda
fyrirspurnir.
Hugur 2014-5.indd 266 19/01/2015 15:09:43