Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 5
Formáli
Hinn 21. maí 1974 voru staðfest lög nr. 54/1974 um Þjóðhagsstofnun
og breyting á lögum nr. 93/1971 um Framkvæmdastofnun rikisins.
Lög þessi tóku gildi hinn 1. ágúst 1974, og fluttust verkefni og starfs-
lið hagrannsóknadeildar Framkvæmdastofnunar til hinnar nýju stofn-
unar, þar með framhald ýmis konar útgáfustarfsemi um íslenzk
efnahagsmál.
Með þessu fimmta hefti er ritröðinni um þjóðarbúskapinn fram
lialdið. Ástæða er til þess að fylgja þessu hefti úr hlaði með
nokkrum orðum um breytingar, sem orðið hafa að undanförnu eða
fyrirliugaðar eru á næstunni, á birtingu almenns efnis um efnahags-
mál á vegum Þjóðhagsstofnunar.
Um áramótin 1973/1974 kom út 4. hefti Þjóðarbúskaparins, þar
sem fjallað var um framvinduna 1973 og sett voru fram frumdrög
þjóðhagsspár fyrir árið 1974. I athugasemdum með frumvarpi til
iaga um viðnám gegn verðbólgu og aðrar ráðstafanir til að stuðla
að jafnvægi í efnahagsmálum, sem lagt var fram á Alþingi í maí-
byrjun 1974, var gerð grein fyrir stöðu og horfum í efnahagsmálum,
eins og þær voru metnar um það leyti. I júlí 1974 var síðan tekið
saman ýtarlegt yfirlit yfir stöðu efnahagsmála um mitt árið 1974,
m. a. í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður eftir alþingiskosn-
ingarnar i júnílok. Að báðum þessum greinargerðum vann hagrann-
sóknadeildin. I nóvember 1974 gaf Þjóðhagsstofnun út fjölritað ágrip
helztu áætlana fyrir árið 1974 undir heitinu tJr þjóðarbúskapnum.
Undir þessum titli komu síðan út fjölrit í febrúar og maí 1975. Er
ætlunin að gefa út slík fjölrituð hefti þegar ástæða þykir til að koma
á framfæri með skjótum hætti efni um þjóðarbúskapinn fyrr en
útgáfa ýtarlegra prentaðra yfirlitsskýrslna gerir kleift. Prentaðar
skýrslur eins og sú, sem hér birtist, lcoma framvegis ekki út tíðar
en einu sinni á ári.
í þessari skýrslu er einkum fjallað um framvindu efnahagsmála
á árunum 1973 til 1975, gefið stutt yfirlit yfir efnahagsþróun í um-
heiminum á þessu tímabili og settar fram spár um helztu íslenzkar
þjóðhagsstærðir fyrir árið 1975. f inngangi er auk þess farið örfáum
orðum um horfur fyrir næsta ár eins og þær virðast um þessar