Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 6
4
mundir. Nánari grein verður gerð fyrir þessum drögum að þjóð-
hagsspá 1976 i fjölriti Úr þjóðarbúskapnum á næstunni, auk þess
sem þar verður gripið á siðustu hagtölum og áætlunum um afkomu
helztu atvinnuvega.
1 viðauka er að finna annál helztu atburða á sviði efnahagsmála
frá ársbyrjun 1973 til septemberloka 1975.
Skýrslan er samin í Þjóðhagsstofnun. Hagfræðideild Seðlabanka
íslands hefur lagt til talnaefni um peninga- og lánamál og' greiðslu-
jöfnuð við útlönd. Skýrslan styðst við upplýsingar fjárlaga- og hag-
sýslustofnunar og ríkisbókhalds um fjármál ríkisins. Skýrslur Fiski-
félags Islands eru mikilvægar heimildir. Sérfræðingar Hafrannsókna-
stofnunarinnar lögðu til í lok ársins 1974 álit á aflahorfum og upp-
lýsingar um ástand fiskstofna á íslandsmiðum, sem stuðzt hefur ver-
ið við við gerð útflutningsáætlana allt fram til þessa. Þetta efni er
liér prentað í sérstökum viðauka, með örstuttum eftirmála um reynslu
ársins 1975 og horfur 1976. I mörgum greinum er stuðzt við heimildir
frá Hagstofu Islands, einkum um utanríkisverzlun og verðlagsþróun,
en einnig um önnur atriði. Hér er aðeins getið í almennum orðum
helztu heimilda, en það er augljóst, að víða i skýrslunni er stuðzt
við athuganir og upplýsingar frá öðrum aðilum en þeim, sem hér
að framan eru nefndir, bæði opinberum aðilum og einkaaðilum.
Allir eiga þeir þakkir skildar fyrir upplýsingarnar. Öll efnismeðferð
er að sjálfsögðu á ábyrgð Þjóðhagsstofnunar einnar, ekki sízt þar
sem sumt, sem liér er sagt um nýliðna tið, er reist á áætlunum, sem
fylla í eyður fyrirliggjandi heimilda. Sama gildir um það mat á
horfum komandi árs, sem hér er sett fram.
Reykjavík í október 1975.
Þjóðhagsstofnun
Jón Sigurðsson.