Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Side 13
11
loks ríkti bann við löndunum íslenzkra fiskiskipa i Vestur-Þýzkalandi
fram til hausts 1975. Eitt mikilvægasta ákvæði viðskiptasamnings
íslendinga við Efnahagsbandalagið er afnám tolla á flestum íslenzkum
fiskafurðum i aðildarríkjum bandalagsins, en sú tollalækkun er ekki
enn komin til framkvæmda. Þetta veldur því tvennu, að íslendingar
njóta ekki þeirra gagnkvæmu tollalækkana, sem samningurinn gerði
ráð fyrir, og verða jafnframt að sæta hækkandi innflutningstollum í
þeim ríkjum, sem áður voru aðilar að EFTA, en eru nú í Efnahags-
bandalaginu.
Framvinda stjórnmálanna á árinu 1974 olli því, að hvorki reyndist
unnt að bregðast við efnahagsvandanum nægilega snemma né á full-
nægjandi hátt. Dráttur á efnahagsráðstöfunum, sem sýnilega voru
nauðsynlegar, jók á spákaupmennsku, sem kom fram í auknum
innflutningi og verðhækkun fasteigna, og setti efnahagsjafnvægið
enn frekar úr skorðum. Þessa gætti einkum frá því að kjarasamning-
arnir í marz 1974 voru gerðir og þar til að fráfarandi ríkisstjórn
reyndi að andæfa með afnámi verðlagsuppbótar á laun og ýmsum
öðrum ráðstöfunum. Önnur spákaupmennskualda reis um mitt ár
1974, þegar mikil óvissa rikti vegna tafa á myndun nýrrar ríkis-
stjórnar að loknum kosningum í júní. Úr óvissunni i efnahags-
málunum dró ekki fyrr en ný ríkisstjórn tók við i ágúst og greip
til margvíslegra ráðstafana síðast í þeim mánuði og í september
með 17% gengisfellingu krónunnar, hækkun óbeinna skatta og fram-
lengingu á afnámi vísitölubóta á laun.
Þessar ráðstafanir höfðu tvímælalaust jákvæð álirif i bráð og
þrýstingur eftirspurnar eftir innflutningi rénaði á síðasta ársfjórð-
ungi 1974. Vonir um að þessar ráðstafanir nægðu til þess að rétta
við afkomu útflutningsatvinnuveganna og jafna verulega viðskipta-
hallann urðu hins vegar að engu, þar sem viðskiptakjörin liéldu
áfram að versna. Aðstaða fiskveiða og fiskvinnslu reyndist enn veik-
ari en við var búizt. Ullu því ýmis atvik, sem lögðust á eitt um að
rýra samkeppnishæfnina, svo sem minnkandi afli, lækkað verð á
erlendum markaði og hækkandi verð aðfluttra aðfanga. Um ára-
mótin varð ljóst, að skjótra aðgerða yrði þörf, og um miðjan febrúar
var gengi krónunnar lækkað um 20%. I framhaldi af gengislækkun-
inni voru jafnframt gerðar ýmsar ráðstafanir til jafnvægis í efna-
hagsmálum, sem einkum var ætlað að draga úr innlendri eftirspurn
og styrkja fjárhag ríkissjóðs.
Versnandi ytri aðstæður hafa þannig livað eftir annað gert áhrif
innlendra ráðstafana að engu. Þegar meta á árangur stjórnar íslenzkra
efnahagsmála á árunum 1974 og 1975 má ekki gleyma þessu þunga