Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Side 14
12
andstreymi erlendis frá. Endurteknar gengisfellingar voru óhjá-
kvæmilegar til þess að varðveita samkeppnishæfni útflutningsat-
vinnuveganna, halda fullri atvinnu og hamla gegn óhóflegri g'jald-
eyriseftirspurn án þess að grípa til innflutningshafta. A þær verður
hins vegar að líta sem beggja handa járn, þar sem þær hafa ýtt
undir verðbólguna og glætt vonir um verðbólgugróða, en þar er ein-
mitt kornið nærri rótum margra efnahagserfiðleika íslendinga á sið-
ustu árum og áratugum.
Horfuv 1976.
Horfur á síðasta fjórðungi þessa árs og árinu 1976 eru dekkri en
vænzt var í ársbyrjun. Hinn langþráði bati í alþjóðlegri efnahags-
þróun kann að vera í sjónmáli, en hann er enn ekki í hendi. Máttur
samdráttaraflanna hefir verið vanmetinn. Eins og svo oft áður, hefur
einnig láðst að meta réttilega þann langa tíma, sem líða hlýtur frá
upliafi breytinga mikilvægra efnahagsþátta, og þar til að áhrif þeirra
koma að fullu fram um flókinn vef heimsviðskipta og breyta þróun
efnahagsmála á alþjóðavettvangi. Margar þjóðir glíma enn við þri-
liöfða þurs verðbólgu, atvinnuleysis og óhagstæðs viðskiptajafnaðar
jafnvel þó að teikn um bata í heimsbúskapnum virðist nú vera að
skýrast.
Við þessar aðstæður er þcss ekki að vænta, að íslendingum falli
í skaut búhnykkur batnandi viðskiptakjara á næsta ári. Tiltæk-
ar upplýsingar um sennilegar verðbreytingar á heimsmarkaði
1976 eru nokkuð torráðnar, en benda þó til þess, að viðskiptakjör
fslendinga breytist í meginatriðum lítið frá árinu i ár, eða að verð
innfluttra jafnt sem útfluttra vara muni hæklca um 7—8 af liundraði
i erlendum gjaldeyri. Þetta er þó einkar óviss spá, þegar þess er
gætt, hvernig utanríkisviðskiptum fslendinga er háttað, og hve verð-
lag afar mikilvægra útflutningsvara er óstöðugt. Vegna þeirra mark-
aðstruflandi aðgerða, sem draga úr útflutningi og áður er lýst, og
annarra aðstæðna á útflutningsmarkaði (t. d. óvissu um framvindu
mála á Pýreneaskaga) verður að telja spána liér á undan reista á
nokkurri bjartsýni, en aukningar útflutnings er þó efalaust að vænta,
þegar eftirspurn á heimsmarkaði eykst á árinu 1976.
Hinn alvarlegi viðskiptahalli áranna 1974 og 1975 ásamt afar tæpri
gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins nú, veldur því, að óhjákvæmilegt er
að draga mjög úr viðskiptaliallanum 1976 og næstu ár, þannig
að unnt reynist að lialda greiðslubyrði þjóðarinnar vegna erlendra
lána innan skynsamlegra marka. Það markmið, að ná viðskipta-
hallanum þegar á allra næstu árum niður í brot þess, sem liann