Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Side 17
Framvindan og horfiir 1975
Þjóðarframleiðsla og þjóðarútgjöld.
Þjóðhagsspár frá í apríl og maí, sem reistar voru á horfum eftir
gengislækkunina í febrúar og efnahagsráðstafanirnar í marz og apríl,
gáfu til kynna, að þjóðarframleiðsla drægist saman um 2% að raun-
verulegu verðgildi á árinu 1975. Þá var og búizt við, að viðskipta-
kjörin við útlönd rýrnuðu um 15% frá fyrra ári, eða sem jafngilti
um 4% til viðbótar minnkun þjóðarframleiðslunnar. Þannig voru
taldar horfur á, að þjóðartekjur í heild minnkuðu um 6% á þessu
ári, eða um 7—8% á mann. í þessum spám var reiknað með, að
allir helztu þættir þjóðarútgjaida stæðu í stað eða minnkuðu á þessu
ári, en í heild var spáð um 11% minnkun þjóðarútgjalda að raun-
verulegu verðgildi, að mestu leyti vegna minnkunar einkaneyzlu. Með
þessu var ljóst, að mun meiri samdráttur yrði í innlendri eftirspurn
en framleiðslu á þessu ári, þveröfugt við þróunina 1974, en þá jukust
þjóðarútgjöld í heild um 10% að raunverulegu verðgildi meðan fram-
leiðslan jókst aðeins um 3% og þjóðartekjur stóðu í stað.
I þjóðhagsspánum frá í maí voru taldar horfur á 2% magnaukn-
ingu útflutningsframleiðslu, en jafnframt var þess vænzt, að hin
mikla aukning útflutningsvöröuhirgða, sem varð á sl. ári, gengi til
baka í ár. Því var reiknað með, að vöruútflutningur gæti aulcizt um
14% að raunverulegu verðgildi á árinu 1975. Á móti var spáð um
17—18% samdrætti innflutningsmagns, og að frátöldum verðbreyt-
ingum mætti því búast við verulegum bata í vöruskiptunum við út-
lönd á árinu 1975. Af völdum rýrnunar viðskiptakjara var því hins
vegar spáð, að á verðlagi þessa árs næmi vöruskiptahallinn engu
að síður um 7% af þjóðarframleiðslu samanborið við 12% á árinu
1974.
Það sem af er árinu virðast spárnar um þróun innlendrar eftir-
spurnar og innflutnings hafa gengið eftir í öllum meginatriðum, en
á hinn bóginn hefur þróun útflutnings reynzt mun óhagstæðari en
við var búizt. Því veldur annars vegar, að útflutningsframleiðslan í
heild hefur ekki aukizt eins og búizt var við, og eru nú fremur
taldar horfur á að hún minnki lítillega í ár, en iiins vegar hefur
gætt áframhaldandi söluerfiðleika erlendis og lítið gengið á birgðir
sjávarvöru og álbirgðir aukizt. Yegna þessarar slöku útkomu út-