Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Side 23
21
í fiskveiðum. Þá er fjárfesting í vinnslu sjávarafurða talin minnka
um 5% að magni á árinu. Á undanförnum árum hefur mikið verið
unnið að endurnýjun og endurbótum frystihúsa í sambandi við áætl-
anir um að auka hreinlæti og bæta hollustuhætti við fiskvinnslu. Er
nú tekið að draga úr þessum framkvæmdum og lýkur þeim að mestu
á næsta ári, auk þess sem fjárhagserfiðleikar frystihúsanna 1974 og
1975 draga úr framkvæmdum. Þá er búizt við, að fjármunamyndun
í landbúnaði dragist saman um 5% en i almennum iðnaði verði liún
svipuð og i fyrra. Þá er spáð um 15% samdrætti annarrar fjárfestingar
atvinnuveganna. Bvgging ibúðarliúsa dróst saman um 16% á sl. ári,
vegna þess, að nær alveg tók fyrir húsainnflutning og íbúðafram-
kvæmdir Viðlagasjóðs, en venjulegar íbúðabyggingar voru eigi að
síður meiri en nokkru sinni. í ár er talið, að umsvif við byggingu
íbúðarhúsa dragist saman í heild um 5%. Er þetta e. t. v. heldur
minni samdráttur en reikna mætti með við ríkjandi efnaliagsástand,
en þess ber að gæta, að íbúðir í smiðum í ársbyrjun hafa aldrei verið
fleiri en við upphaf þessa árs og ennfremur hefur fjárhagur Bygg-
ingarsjóðs rikisins styrkzt vegna hækkunar launaskatts á sl. ári.
Framkvæmdir við bjrggingu og mannvirki hins opinbera í ár eru
taldar aukast um 18% frá fyrra ári, eingöngu vegna aukningar raf-
orkuframkvæmda. Eru þær taldar aukast um tæplega 80%, að lang-
mestu leyti vegna framkvæmdanna við Sigöldu, en reiknað er með,
að þær einar nemi rúmum helmingi allra raforkuframkvæmda í ár.
Þá er spáð um þriðjungsaukningu framkvæmda við hita- og vatns-
veitur, einkurn vegna hitaveitulagnar i næsta nágrenni Reykjavíkur.
Umsvif við opinberar byggingar eru talin verða svipuð í ár og i fyrra,
en hins vegar er búizt við allt að fimmtungssamdrætti i framkvæmd-
um við samgöngumannvirki á árinu 1975.
Viðskiptakjör.
í árslok 1974 var útflutningsverð í erlendri mynt 3—4% lægra en að
meðaltali á árinu 1974 en innflutningsverð var 6% hærra, þannig
að viðskiptakjörin gagnvart útlöndum voru rúmlega 9% lakari við
lok ársins en að meðaltali á árinu og nær 24% lakari en i upphafi
ársins. Á árinu 1975 hafa viðskiptakjörin lialdið áfram að rýrna,
fyrst og fremst vegna frekari lækkunar útflutningsverðs, og á fyrri
helmingi ársins voru þau um 14% lakari en að meðaltali á árinu
1974. Verðlag á mikilvægustu frystiafurðum lækkaði nokkuð í árs-
byrjun 1975 en hélzt síðan óbreytt, en verðfall varð á frystri loðnu
á Japansmarkaði miðað við fyrra ár. Verðlag á fiskmjöli og lýsi fór
stöðugt lækkandi fram eftir ári og um mitt ár varð einnig verðlækk-