Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Side 25
23
10% lækkun útflutningsverðlags í erlendri mynt að meðaltali 1975
frá árinu áður og um 8% hækkun innflutningsverðlags. Vegna lækk-
unar á gengi krónunnar fæli þetta í sér um 40% hækkun útlutnings-
verðlags í krónum og um 67% hækkun innflutningsverðlags. Við-
skiptakjörin munu þvi skerðast um 16—17% á þessu ári og liafa þau
þá rýrnað um nær 25% frá meðaltali ársins 1973, og á öðrum árs-
fjórðungi 1975 voru þau nær 32% lakari en er þau voru hagstæðust í
ársbyrjun 1974. Bráðabirgðatölur fyrir þriðja ársfjórðung benda til
nær óbreyttra viðskiptakjara frá öðrum ársfjórðungi, en þó gæti enn
verið um örlitla skerðingu að ræða. Þessi niðurstaða rennir því stoð-
um undir spána fyrir árið i heild, en þó gæti hækkun innflutnings-
verðs reynzt ívið minni en spáð hefur verið, en lækkun útflutnings-
verðs jafnframt heldur meiri.
Útflutningur.
Eins og fyrr greindi er gert ráð fyrir, að útflutningsframleiðsla sjávar-
afurða verði um 2% meiri í ár en i fyrra, en liins vegar dragist ál-
framleiðslan saman um 12% og framleiðsla til útflutnings i öðrum
greinum verði svipuð eða heldur minni en 1974. í lieild er því talið,
að framleiðslumagn til útflutnings verði svipað eða heldur minna í
ár en 1974. Fyrri hluta ársins var þess vænzt, að í ár gengi verulega
á hinar miklu hirgðir útflutningsvöru, sem söfnuðust á sl. ári.
Reyndin liefur þó orðið önnur og virðast nú horfur á, að enn aukist
birgðir nokkuð á þessu ári. Birgðaaukningin er hins vegar öll í áli
vegna samdráttar í eftirspurn á heimsmarkaði, en ennþá er vænzt
nokkurrar minnkunar sjávarvörubirgða.
Birgðabreytingarnar 1974 og 1975 valda því, að spáð er 5—6%
aukningu útflutningsmagns í ár eftir um 6% samdrátt á sl. ári. Heild-
arverðmæti vöruútflutningsins f. o. b. fyrstu níu mánuði þessa árs
nam 33 387 m.kr. samanborið við 23 742 m.kr. á sama tima 1974 og
hafði því aukizt um 41% í krónum. Metið á föstu gengi reynist út-
flutningsverðmætið um 14% minna tímabilið janúar-september í ár
en á sama tíma í fyrra. Útflutningsverð í erlendri mynt er áætlað hafa
verið um 14—16% lægra að meðaltali fyrstu níu mánuðina í ár saman-
borið við sama tímabil 1974, og samkvæmt því virðist útflutnings-
magnið í heild nánast óbreytt frá fyrra ári. Útflutningur á áli liefur
hins vegar dregizt mjög verulega saman í ár eða um 55% m. v. fast
gengi. Sé álið talið frá heildarútflutningsverðmætinu kemur fram
um 6% minnkun m. v. fast gengi, en að teknu tilliti til verðlækkunar
útflutnings í erlendri mynt lætur nærri, að útflutningsmagnið í heild
að áli undanskildu hafi verið um og yfir 10% meira fyrstu níu mánuði