Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Side 29
27
Afborganir af erlendum lánum til langs tíma eru áætlaðar um 6 140
m.kr., þannig að nettóinnstreymi fastra erlendra lána er áætlað nema
rúmum 13 200 m.kr. samanborið við tæpar 14 000 m.kr. 1974, reikn-
að á áætluðu meðalgengi 1975. Þá er áætlað, að jöfnuður annarra
fjármagnshreyfinga verði jákvæður um tæpar 2 800 m.kr., en þar af
komi inn urn 2 300 m.kr. vegna birgðasöfnunar ísal, en reiknað á sam-
bærilegu gengi nam þessi fjármagnsinnflutningur Isal tæpum 1 800
m.kr. á árinu 1974. Áhrifum sveiflanna í útflutningi og innflutningi
Isal á vöruskiptajöfnuðinn er þannig að mestu mætt með fjármagns-
hreyfingum, eins og verið hefur undangengin ár.
Samkvæmt því, sem hér liefur verið rakið, er heildarjöfnuður
fjármagnshreyfinga talinn verða jákvæður um 16 000 m.kr. á árinu
1975. Þar sem viðskiptajöfnuður er talinn verða óhagstæður um 18 500
m.kr., yrði heildargreiðslujöfnuðurinn við útlönd því óhagstæður um
2 500 m.kr. Reiknað á sambærilegu gengi var greiðslujöfnuðurinn
1974 óliagstæður um tæpar 8 700 m.kr. Gjaldeyristaðan nettó var þeg-
ar afar tæp við upphaf ársins og liinn óhagstæði greiðslujöfnnður i
ár felur í sér enn frekari rýrnun nettóstöðunnar í ár, eða að því
marki, að i árslok munu skammtíma skuldir við útlönd jafngilda
gjaldeyriseigninni brúttó, eða m. ö. o. að nettógjaldeyriseign þjóðar-
innar verður uppurin. Gjaldeyrisforðinn brúttó er hins vegar talinn
verða álíka mikill í árslok og í ársbyrjun 1975, einkum vegna lántöku
íslendinga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á árinu 1975.
Atvinna, tekjur og verðlag.
Skráð atvinnuleysi þrjá fyrstu fjórðunga þessa árs var að meðaltali
0,7% af lieildarmannafla samanborið við 0,4% á sama tíma 1974.
Aukning atvinnuleysisskráningar í ár á einkum rætur að rekja til
áhrifa hins langvinna togaraverkfalls á sl. vori. I maílok snarjókst
atvinnuleysi i 1,3%, en var aftur komið niður í 0,3% á þriðja árs-
fjórðungi. Enn sem komið er gefur því ekkert beinlínis til kynna,
að atvinnuleysi sé að aukast, en framkvæmdahlé við Sigöldu í vetrar-
byrjun og hugsanlegur samdráttur i starfsemi frystihúsa gæti þó
valdið tímabundinni aukningu atvinnuleysisskráningar. Þótt skráð
atvinnuleysi — að frátöldum álirifum verkfallsins — hafi þannig
verið sem næst óbreytt í ár, er ljóst, að slaknað hefur á því þenslu-
ástandi á vinnumarkaði, sem ríkjandi hefur verið sl. 2—3 ár, einkum
þannig, að vinnutími hefur stytzt. Meðalfjöldi vinnustunda á viku
hverri jókst verulega á árinu 1973 og fyrri hluta ársins 1974, en eftir
það tók vinnutími að styttast á ný. Á fyrra helmingi þessa árs unnu
verkamenn i Reykjavík að meðaltali 51 klst. á viku samanborið við