Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Síða 42
40
þó mun þyngri á metunum, en í heild hækkaði útflutningsverð sjáv-
arafurða um 51% í krónum eða um 39% i erlendri mynt.
Yerðhækkun sjávarafurða olli einnig mestu um lieildarverðhækk-
un útflutnings, sem nam 43% í krónum, eða sem næst 31%% í
erlendri mynt. Innflutningsverðlag liækkaði hins vegar mun minna,
eða um 24% í krónum — jafngildi 14% hækkunar í erlendri mynt.
Yiðskiptakjörin við útlönd, mæld sem breytingar útflutningsverð-
lags samanborið við hreytingar innflutningsverðlags, bötnuðu því
um 15%, sem nam aukningu þjóðartekna um 4%. Þjóðartekjur jukust
því um tæplega 10% i heild á árinu 1973, eða um rúmlega 8% á
mann. Vegna hinnar miklu framleiðsluaukningar árin 1970—1973 og
sérlega hagstæðrar þróunar viðskiptakjara árin 1970, 1971 og 1973
hefur vöxtur raunverulegra þjóðartekna verið afar ör þetta fjögurra
ára skeið, eða um 44% í heild, sem svarar til um 9,6% árlegs meðal-
vaxtar.
Þegar á árinu 1972 komu fram skýr merki umframeftirspurnar,
sem ásamt kostnaðaráhrifum kjarasamninganna í árslok 1971 og
erlendum verðhækkunum ollu mun meiri almennri verðlagshækkun
en árið áður, eða 18% á mælikvarða verðvísitölu þjóðarframleiðslu
samanborið við 13% 1971. Þessarar þróunar gætti svo í enn rikara
mæli á árinu 1973. Umframeftirspurn eftir vinnuafli fór vaxandi,
einkum i sjávarútvegi og í byggingarstarfsemi, að verulegu leyti
vegna björgunar- og viðreisnarstarfsins af völdum náttúruhamfar-
anna í Vestmannaeyjum. Ennfremur urðu erlendar verðhækkanir
allt örari, þótt að nokkru væri dregið úr áhrifum þeirra með gengis-
hækkun á árinu. Jafnframt jókst launakostnaður talsvert vegna
grunnkaupshæklcunar og vísitöluhækkunar launa. Verðhækkanir inn-
anlands færðust því enn í aukana, og á mælikvarða verðvísitölu
þjóðarframleiðslu hækkaði almennt verðlag um 31%% en um 25%
á mælikvarða vísitölu vöru og þjónustu.
Þrátt fyrir þessa miklu hækkun verðlags jókst kaupmáttur ráð-
stöfunartekna um 9,5% í hátt við aukningu þjóðartekna. Einka-
neyzla jókst hins vegar heldur minna, eða um 6,5% að raunverulegu
verðgildi, sem þó var nokkuð yfir meðalvexti síðustu tveggja áratuga.
Samneyzla jókst um 6%, sem var svipað hlutfall og að meðaltali
undangengna tvo áratugi. Fjármunamyndun í heild jókst afarmikið
á árinu 1973, eða um 20%, einkum vegna geysimikils innflutnings
fiskiskipa og innflutnings Viðlagasjóðshúsa.
Þjóðarútgjöld í heild jukust um rúmlega 11% að raunverulegu
verðgildi 1973 — að meðtöldum birgða- og bústofnsbreytingum, en
um rúmlega 10% að þeim frátöldum. Almenn þjóðarútgjöld jukust