Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 50
48
lega 30% í erlendri mynt frá því sem þaS var hæst, árið 1965, til
ársins 1968 er verðlag tók að hækka á ný. Verðlækkun á sjávarafurð-
um i heild var hins vegar um 15% frá því sem verðið komst hæst,
árið 1966, til ársins 1968. Til ársins 1971 hækkaði verðlag á mjöli
og lýsi um nær 80%, en á sjávarafurðum í heild um 60%. Árið 1972
varð hins vegar verðlækkun á bræðsluafurðum á sama tíma og aðrar
sjávarafurðir héldu áfram að hækka í verði. Á síðasta ársfjórðungi
1972 hækkaði mjölverð svo mjög snögglega, og var útflutningsverö á
fiskmjöli þá nær 44% hærra en á ársfjórðungnum á undan. Veruleg-
ur hluti loðnumjölsframleiðslunnar 1973 var seldur fyrirfram á
nálægt tvöfalt hærra verði en á árinu 1972, og nokkur hluti fram-
leiðslunnar var seldur á enn hærra verði, enda varð meðalútflutn-
ingsverð á loðnumjöli á árinu 1973 155% hærra en á árinu 1972.
Mjölverð fór stöðugt hækkandi fram yfir mitt ár 1973 er það lækk-
aði aftur á heimsmarkaði, en hækkaði siðan á ný og var um áramót-
in 1973/1974 komið yfir $10 pr. einingu eggjahvítu, samanborið við
$5 í ársbyrjun 1973. Að meðaltali var verðlag á mjöli og lýsi á árinu
1973 um 140% hærra í krónum en árið áður. Verðlag sjávarafurða-
framleiðslunnar í heild var að meðaltali um 51% hærra 1973 en
árið áður. 8é miðað við meðalgengisbreytingu krónunnar gagnvart
Einingarverð nokkurra mikilvægustu útflutningsafurða 1972—1975.
í Bandaríkjadollurum.
Frystiafurðir Þorskflök, algengustu Þorsk- umbúðir blokkir U.S.c U.S.c pr. lb. pr. ib. Óverkaður saltfiskur, 1. fl., stór U.S.$ pr. tonn Fiskmjöl U.S.$ pr. eining eggjahvítu Loðnumjöl U.S.$ pr. eining eggjabvítu Loðnulýsi U.S.$ pr. tonn
1972
Meðaltal 58,97 45,93 860 3,45 2,85 147
1973
Marz 64,50 55,00 1 100 5,53 5,22 200
Arslok 87,00 82,00 1 400 9,70 9,50 427
1974
Maí 87,00 70,00 1 950 6,35 6,00 500
Desember 87,00 60,00 1 850 4,50 4,50 500—540
1975
Marz 86,00 58,00 1 800 3,50—3,70 3,50—3,70 460
September 85,00 58,00 1 550 3,80 3,80 330