Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 52
50
1974 um 34% frá fyrra ári. I erlendri mynt nam hækkunin um 21%.
Þrátt fyrir þessa liækkun frá ársmeðaltali fyrra árs varð verðþróun-
in yfir árið afar óhagstæð og snemma árs tók verðlag ýmissa mikil-
vægustu afurðanna að lækka. Þannig var c. i. f.-verð liverrar eggja-
hvítueiningar af fiskmjöli talið $9,00—10,00 í ársbyrjun 1974, en í
apríl var verðið $6,00—7,00 og var í árslok komið i $4,50—5,00 hver
eggjahvítueining. Verulegt verðfall varð einnig á fiskblokk á Banda-
ríkjamarkaði. 1 ársbyrjun var c. i. f.-verð af einu pundi af þorsk-
blokk 82 Bandaríkjacent, í júlíbyrjun 60 cent og í árslok var verðið
komið niður i 58—60 cent. Verðlag á frystum flökum í neytenda-
pakkningum liélzt liins vegar mun stöðugra. Eftirfarandi tölur sýna
meðal c. i. f.-verð í Bandaríkjacentum fyrir hvert pund af frystum
fiskafurðum (öðrum en humar og rækju), sem Verðjöfnunarsjóður
fiskiðnaðarins tekur til, en það er um 80% heildarútflutningsverð-
mætis frystra sjávarafurða:
Ársmeðaltal Ársbyrjun Júlíbyrjun Árslok
1973 1974 1974 1974
U. S. cent pr. lb. vegið meðaltal, (vog: framleiðsla 1973) 61,47 70,74 61,44 59,68
Þannig var verðlag á þessum afurðum i erlendri mynt um 15—16%
lægra í árslok en í ársbyrjun 1974. Frá ársmeðaltali 1973 til árs-
meðaltals 1974 hækkaði verðlag frystiafurða í heild aftur á móti
um tæplega 29% í krónum eða 15—16% í erlendri mynt.
Verðlagsþróun á saltfiski skar sig verulega úr verðlagsþróun ann-
arra mikilvægra afurða og hækkaði saltíisksverð mjög á árinu. 1
árslolc 1973 var c. i. f.-verð á 1. gæðaflokki af stórum óverkuðum salt-
fiski um $1.400 hvert tonn, en var komið i $1.850—1.900 um mitt ár
1974. Frá ársmeðaltali 1973 til ársmeðaltals 1974 nam verðhækkun
óverkaðs saltfisks um 85% í krónum.
Mikil umskipti urðu í afkomu sjávarútvegsins frá árinu 1973 til
ársins 1974. Vegna mikillar verðhækkunar sjávarafurða á árinu 1973
batnaði afkoman verulega á því ári. Vergur hagnaður (fyrir afskriftir
og beina skatta) fiskveiða 1973 er talinn hafa numið um 500 m.kr.,
en þar af er vergur hagnaður bátaflotans áætlaður um 560 m.kr. en
vergt tap togaraflotans um 60 m.kr. Vergur hagnaður fiskvinnslunn-
ar i heild 1973 er talinn hafa numið röskum 2 100 m.kr., sem skiptist
þannig, að frystingin var með rúmar 900 m.kr. í vergan hagnað, söltun
um 600 m.kr. og loðnubræðsla og fiskmjölsvinnsla um 600 m.kr. Að