Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Side 53
51
1969 o/ /o 1970 0/ /o 1971 o/ /o 1972 0/ /o 1973 o/ /o Bráðah. 1974 0/ /o
Vergur hagnaður sjávarútvegs, veiða og vinnslu, sem hlutfall af f.o.b.-verðmæti út- flutningsframleiðslu + 14,5 + 13,8 + 10,4 + 9,4 +14,1 +8,7
Greiðslur í (+) eða úr (-i-) verðjöfnunarsjóði, sem hlutfall af f.o.b.-verðmæti útflutningsfram- leiðslunnar - +4,2 +6,1 -j-1,0 +3,3 +0,1
auki greiddu þessar greinar um 650 m.kr. í Verðjöfnunarsjóð fiskiðn-
aðarins af framleiðslu ársins 1973.
Ekki liggja enn fyrir endanlegar tölur um afkomu sjávarútvegsins
á árinu 1974. Þó er ljóst, að afkoman í heild hefur versnað verulega
þótt afkoma sumra greina, einkum saltfiskverkunar, hafi batnað
mjög. Lauslegar áætlanir benda til þess, að vergur hagnaður fisk-
veiða á árinu 1974 hafi numið um 600 m.kr. sem að mestu er borinn
uppi af óvenjugóðri afkomu loðnuveiða. Vergur hagnaður fiskvinnsl-
unnar hefur verið áætlaður um 1 300 m.kr. en sá hagnaður kemur allur
fram hjá saltfisk- og skreiðarverkun, því fyrir aðrar greinar fisk-
vinnslunnar, þ. e. frystingu, fiskmjölsvinnslu og loðnubræðslu, er
áætlað, að í heild hafi ekki verið um neinn vergan hagnað að ræða.
Áætlað er, að úr Verðjöfnunarsjóði hafi verið greiddar um 700 m.kr.
vegna framleiðslunnar 1974, þar af um 490 m.kr. vegna freðfisks og
210 m.kr. vegna loðnumjöls. Greiðslur í Verðjöfnunarsjóð eru hins
vegar áætlaðar hafa numið 730 rn.kr., þar af 670 m.kr. vegna saltfisks
og 60 m.kr. vegna loðnulýsis. I heild er því áætlað, að nettóinngreiðsl-
ur í Verðjöfnunarsjóð nemi um 30 m.kr. vegna framleiðslunnar 1974.
Fjármunamyndun í sjávarútvegi hefur verið fremur óstöðug á
undanförnum árum. Fjárfesting í fiskveiðum, þ. e. kaup og endur-
bætur fiskiskipa, vélakaup til fiskiskipa o. þ. h., jókst verulega um
miðjan sl. áratug og varð afarmikil að vöxtum 1967, en dróst síðan
mikið saman 1968 og 1969. Fjárfesting í fiskiskipum jókst á ný 1970
og aftur árin 1972 og 1973 og hefur haldizt á feikiháu stigi sl. þrjú
ár. Hlutur fiskveiða í heildarfjármunamyndun hefur ennfremur verið
allbreytilegur frá ári til árs undanfarin ár. Fyrri hluta áratugsins
1960—1970 var hlutur fiskveiða í heildarfjárfestingu um 5%—9%,
en var yfirleitt minni síðari hluta áratugsins og lægstur tæp 2%
1969. Hlutdeildin náði siðan tæpum 10% 1972, 16% 1973 en féll í
11% 1974, en á tímabilinu öllu vógu fiskiskip þyngst í fjármunamynd-
uninni árið 1960, 19%. Stærð fiskiskipastólsins, mæld í rúmlestum,