Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Side 54
52
liefur nær tvöfaldazt á 25 árum og aukizt úr tæplega 52 þús. rúm-
lestum 1950 í tæplega 98 þús. rúmlestir 1974. I árslok 1974 voru
á skipaskrá 843 bátar, samtals um 61 þús. rúmlestir, 63 togarar,
samtals 34.8 þús. rúmlestir, og 4 hvalbátar, samtals um 2 þús. rúm-
lestir. Bátakaup jukust mjög á fyrstu árum síðasta áratugs og
síðan aftur fyrstu ár þessa áratugs, en þá stóð einnig yfir endurnýjun
togaraflotans. Sú endurnýjun hófst með kaupum 12 togara árin
1970—1972, en á árinu 1973 bættust í flotann 22 togarar og 19 togarar
1974.
Fjárfesting í vinnslu sjávarafurða féll einnig í mikla lægð sam-
dráttarárin 1967—1969, en frá árinu 1970 jólcst þessi fjárfesting á ný
og hefur aukizt á hverju ári síðan. Hér hefur hæði verið um að
ræða aukningu í byggingarframkvæmdum og véla- og tækjakaupum,
en nýbyggingar og endurbætur vinnslustöðva hafa þó vegið nokkru
þyngra sl. þrjú ár. Aukning fjárfestingarinnar þessi ár hefur einkum
verið vegna mikilla framkvæmda við frystihús, þar sem stefnt hefur
verið að því að bæta hollustuhætti og framleiðsluskilyrði. Um fjár-
munamyndun í sjávarútvegi sl. tvö ár er fjallað nánar í kafla um
fjármunamyndun hér á eftir.
Landbúnaður.
Eftir fimm ára samfellt erfiðleikatímabil í landbúnaði árin 1966—1970
má segja, að við hafi tekið fjögurra ára góðærisíímabil. Á árinu 1971
jókst heildarframleiðsla landbúnaðarafurða um rúmlega 9%, og varð
nokkru meiri að vöxtum en á fyrra metári landbúnaðarins, 1965.
Landbúnaðarframleiðslan jókst síðan enn árin 1972 og 1973, en
nokkuð dró þó úr vaxtarhraðanum, m. a. vegna fremur lélegrar
uppskeru jarðávaxta. Góðærið í landbúnaðinum náði því ekki til
allra búgreina, en allt tímabilið áraði vel til búfjárræktar og hafa
bændur fjölgað búfénaði verulega.
Heildarframleiðsla landbúnaðarafurða á árinu 1973 er talin hafa
aukizt um 3,8% samanborið við 4,1% aukningu 1972. Framleiðslan
jókst í nær hverri búgrein, þótt í öllum greinum hafi vöxtur fram-
leiðslunnar verið nokkru hægari en árið áður, og uppskera jarð-
ávaxta brást annað árið í röð. Veðurfar var landbúnaðinum í heild
fremur hagstætt. Jörð kom klakalaus undan vetri, sem er afar sjald-
gæft, vorkuldar seinkuðu þó sprettu nokkuð, en er á leið varð spretta
góð. Heyskapur gekk mjög vel um landið allt og nýting heyja varð
afargóð.
Framleiðsla mjólkurafurða jókst um lj4% á árinu 1973, samanborið
við rúmlega 3% aukningu 1972 og tæplega 4% aukningu 1971. Heildar-