Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Síða 56
54
Framleiðsla landbúnaðarafurða1) 1973—1974.
Milljónir króna2) Breyting frá fyrra ári, %
1973 Magn Verð
1974 1973 1974 1973 1974
Nautgripaafurðir 3 314 4 733 2,1 1,6 27,5 40,5
(Þar af mjóikurafurðir) . . . (2 943) (4 245) 1,6 2,2 27,0 41,2
Sauðfjárafurðir 3 094 4 498 5,5 3,1 32,4 41,0
Aðrar búfjárafurðir 768 1 164 8,5 0,3 23,5 51,1
Garðyrkja og gróðurhús . . 313 616 H-3,1 34,0 25,4 46,9
Hlunnindi 184 253 5,0 2,0 16,0 35,0
Alls 7 673 11 264 3,8 3,5 28,7 41,8
1) Bústofnsbreytingar meðtaldar.
2) Verð til bænda.
en árið áður, en vegna lélegs geymsluþols kartaflnanna mun tals-
verður hluti uppskerunnar hafa farið forgörðum. í heild er fram-
leiðsla garðyrkju og gróðurhúsa talin hafa aukizt um 34% 1974.
Verðlag landbúnaðarafurða hefur hækkað verulega sl. tvö ár.
Er áætlað, að verðlag landbúnaðarframleiðslunnar — reiknað á verði
til bænda — hafi hækkað að meðaltali um 29% á árinu 1973, en
um 42% á árinu 1974. Allur framleiðslukostnaður hefur aukizt afar
mikið á þessum tíma. Þannig má nefna, að frá þvi samið var um
verðlagsgrundvöll búvöru 1. september 1973 og þar til 1. desember
1974, hækkaði verðlagsgrundvöllurinn — og þar með verð til bænda
— um 54% þessa fimmtán mánuði, að frátalinni verðhækkun vegna
launajöfnunarbóta 1. desember 1974, en 58% að áhrifum launa-
jöfnunarbóta meðtöldum. Ýmsir rekstrarliðir, sem vega þungt i
heildarrekstrarkostnaði verðlagsbúsins, hafa hækkað mun meira i
verði en meðaltalið. Þannig hefur verðhælckun kjarnfóðurs þessa
fimmtán mánuði numið rúmlega 74%, verðhækkun vélakostnaðar
81%%' og flutningskostnaður tæplega 118%, en þessar verðhækk-
anir eru að talsverðu leyti af erlendum toga. Þá má enn nefna, að
verðhækkanir áburðar þetta tímabil námu um 44%%, en þar var
þá eklci lcomin fram mikil hækkun áburðarverðs vegna áburðar-
kaupa 1975. Loks voru laun bóndans og verkafólks hans, sem eru
um helmingur heildarrekstrarkostnaðar verðlagsgrundvallarins, um
40%% hærri 1. desember 1974 en þau voru 1. september 1973 að
launajöfnunarbótunum frátöldum, en um 48% hærri að þeim með-
töldum.
Heildsöluverð landbúnaðarafurða — óniðurgreitt — hækkaði á