Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Side 60
58
manns færra við störf í iðnaði en tveimur árum áður. Frá árinu
1969 hefur starfsfólki í iðnaði fjölgað verulega og mun meira en
sem nemur aukningu heildarvinnuafls í landinu. Mannaflaaukningin
í iðnaði 1970—1973 var að meðaltali tæplega 5%% á ári, en á sama
tíma jókst heildarframleiðsla iðnaðarins um rúmlega 14j/2% að
meðaltali á ári. Iðnaðarframleiðslan hefur þvi aukizt örar en vinnu-
afl í iðnaði og hefur framleiðslumagn á hverja vinnueiningu í þess-
ari atvinnugrein því farið vaxandi á undanförnum árum. Árin
1970—1973 jókst almenn iðnaðarframleiðsla um 10%% að meðaltali
á ári, en á sama tíma nam árleg meðalaukning vinnuafls i almenn-
um iðnaði tæplega 4%%. Framleiðslumagn á hverja vinnueiningu
í almennum iðnaði jókst því að meðaltali um rúmlega 5%% á ári
á þessu tímabili. Breytingar framleiðslumagns á vinnueiningu, sem
oft er talað um sem breytingar á framleiðni vinnu, fela hins vegar
i sér samanlögð áhrif breytinga á afköstum vinnuafls og fjármagns
og áhrif breytinga á hlutfalli fjármagns og vinnuafls, en á undan-
förnum árum hefur fjármunamyndun i iðnaði aukizt verulega. Árin
fjögur, 1970—1973, jókst fast framleiðslufjármagn í iðnaði um 6—
6%% að meðaltali á ári að raunverulegu verðgildi samkvæmt þjóð-
arauðsmati, og er meðalaukningin mjög svipuð hvort sem Álverksmiðj-
an er talin með eða ekki. Þetta fjögurra ára tímabil hefur magn fastra
fjármuna í öllum iðngreinum aukizt um rúmlega 28% í heild saman-
borið við rúmlega 23% aukningu vinnuaflsnotkunar og tæplega 73%
heildaraukningu framleiðslumagns. Aukningu framleiðslumagns á
vinnueiningu þetta tímabil virðist því mega skýra að nokkru leyti
með aukinni fjármagnsnotkun í iðnaðinum.
Þótt fjármunamyndun i iðnaði hafi aukizt allmikið undangengin
ár hefur hún jafnframt verið liáð talsverðum sveiflum. Þannig náði
fjárfesting í iðnaði mjög háu stigi árin 1966 og 1967, einkum síðara
árið, er hún varð tæplega 17% allrar fjármunamyndunar atvinnuveg-
anna og tæplega 8% heildarfjármunamyndunar í landinu. Álverk-
smiðjan er þá undanskilin, en framkvæmdir við hana hófust á árinu
1967. Fjárfesting i iðnaði — að Álverksmiðjunni undanskilinni —
féll síðan í mikla lægð árin 1968—1969, en jókst mjög eftir það og
varð afar mikil að vöxtum bæði árin 1971 og 1972, eða um 7—8%
heildarfjármunamyndunarinnar. Á árinu 1973 dró talsvert úr fjár-
festingarstarfsemi í almennum iðnaði, eða sem nam um 20%. Af
helztu liðum fjárfestingar i iðnaði má nefna, að fjárfesting í vinnslu
landbúnaðarafurða tvöfaldaðist milli áranna 1971 og 1972, einkum
vegna mikilla véla- og tækjakaupa, en dróst síðan saman um 15%
1973. Af sérstökum framkvæmdum í iðnaði á sl. árum má nefna