Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Qupperneq 61
59
stækkun Áburðarverksmiðj unnar í Gufunesi 1971 og 1972, en að
öðru leyti hefur einkum gætt mikillar aukningar í fjárfestingu í
vélum og tækjum til iðnaðar, og byggingaframkvæmdir iðnfyrirtælcj a
hafa jafnframt aukizt töluvert, þótt heldur muni hafa dregið úr þeim
á árinu 1973. Framkvæmdir við Álverksmiðjuna urðu mestar 1968 og
1969, en minnkuðu siðan um helming á árinu 1970 og héldust á
svipuðu stigi árin 1970—1972. Endanlegri stækkun verksmiðjunnar
lauk 1972 og hefur ekki verið um neinar meiriháttar framkvæmdir
þar að ræða sl. tvö ár.
Samkvæmt bráðabirgðaíölum fyrir árið 1974 jókst fjármunamynd-
un í iðnaði um 13% að Álverksmiðjunni frátalinni, en um 5% að henni
meðtalinni. Af einstökum framkvæmdum 1974 má helzt nefna, að á
árinu hófust framkvæmdir við þangverksmiðju við Breiðafjörð, en
að öðru leyti var bæði um að ræða aukningu fjárfestingar í vélum
og tækjum og i byggingum á vegum iðnaðarins.
Athuganir Þjóðhagsstofnunar á afkomu iðnaðarins undangengin
ár benda til þess, að heildarafkoma almenns iðnaðar hafi haldizt
svipuð og nokkuð stöðug sl. fjögur ár. Með almennum iðnaði er hér
sem fyrr átt við allar iðngreinar að undanskildum fiskiðnaði og ál-
framleiðslu, en jafnframt eru hér undanskildar greinarnar mjólkur-
iðnaður, slátrun og kjötiðnaður og niðursuðuiðnaður, sem um margt
eru fremur háðar skilyrðum landbúnaðar og sjávarútvegs en iðn-
aðarframleiðslu. Eftirfarandi tölur sýna afkomuhlutföll almenns
iðnaðar 1970—1973, mæld á mælikvarða vergs hagnaðar fyrir skatta.
1970 1971 1972 1973
Yergur hagnaður fyrir skatta sem hlutfall af vergum tekjum 6,9% 6,5% 64% 6,8%
Af þessum tölum má sjá, að afkoma ahnenns iðnaðar árið 1973
hefur verið svipuð þvi, sem hún var árið 1970, en heldur betri en
hún var á árunum 1971 og 1972. Afkoma vörugreina reyndist nokkru
betri en afkoma viðgerðargreina árin 1972 og 1973. Árið 1973 var
vergur hagnaður fyrir skatta sem hlutfall af vergum tekjum 7,1%
í vörugreinum samanborið við 6,0% í viðgerðargreinum. Voru þetta
nokkru betri afkomuhlutföll en á árinu 1972, en þá var vergur hagn-
aður fyrir skatta sem hlutfall af vergum tekjum 6,3% í vörugreinum
og 5,5% í viðgerðargreinum.