Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Síða 66
64
í olíuverzlun liafa aukizt um 7—8% að magni á árinu 1972, nokkur
magnminnkun virðist hafa orðið í bílaverzlun, en hins vegar munu
umsvif í byggingarvöruverzlun hafa aukizt mjög verulega, eða e. t. v.
um 18%, sem er í góðu samræmi við mikla aukningu byggingar-
starfsemi á því ári. Áætlanir fyrir árið 1973, sem byggðar eru á at-
hugun á heildarverzlunarveltu samkvæmt söluskattsframtölum, benda
til þess, að umsvif í heildverzlun hafi aukizt um eða yfir 10% og
smásala hafi aukizt um 5—6% að magni. Einnig virðast umsvif í
blönduðu verzlunargreinunum hafa aukizt nokkuð, eða e. t. v. um
8% i oliuverzlun og 10—12% i bilaverzlun, en mest virðist aukning-
in i byggingarvöruverzlun, eða nálægt 20% og sýnist það geta komið
heim við hina miklu aukningu i byggingum á árinu. Yísbendingar
um umsvif í verzlun 1974 samkvæmt skýrslum um verzlunarveltu, gefa
til kynna að dregið hafi úr aukningu verzlunarmagns á árinu. Þannig
virðist verzlunarmagn i smásölu hafa aukizt um 5% 1974 en um 7%
í heildsölu. í oliuverzlun virðist koma fram um 5% magnminnkun, um
5% aukning í byggingarvöruverzlun, en umsvif í bílaverzlun virðast
hafa aukizt um allt að 30%, enda jókst bílainnflutningur afar mikið.
Þær tölur, sem hér hafa verið settar fram um magnbreytingar í verzl-
unargreinum, ber miklu fremur að skoða sem vísbendingar en sem
raunverulegar áætlanir um breytingar framleiðslumagns, enda eru
athuganir þessar á byrjunarstigi.
Athuganir Þjóðhagsstofnunar á afkomu verzlunargreina árin 1971—
1973 benda til þess, að aíkoma heildverzlunar og smásöluverzlunar
hafi rýrnað heldur 1972 frá árinu 1971, en hafi breytzt lítið 1973
m. v. árið 1972. Niðurstöður athugana þessara sýna, að í heildverzlun
hafi vergur hagnaður fyrir skatta sem hlutfall af heildartekjum1) orðið
um 4,1% á árinu 1971, lækkað í 3,7% 1972, en á árinu 1973 hafi heildar-
afkoman orðið talsvert betri og hagnaðarlilutfallið 4,9%. í smásölu-
verzlun virðist aflcoman liafa verið nokkru lakari og samkvæmt at-
hugunum þessum reynist afkomuhlutfallið í lieild hafa orðið 3,4%
1971 og lækkað i 2,7% 1972, en hafa orðið nær hið sama 1973 eða
2,6%. Hagnaðarhlutföll í blönduðu greinunum, olíu-, byggingarvöru-
og hílaverzlun, liafa verið nokkru breytilegri þetta tímabil. Þannig
virðist vergur hagnaður í lieildsölu og smásöludreifingu á benzíni og
oliu hafa numið 5,1% af heildartekjum 1971, 4,1% 1972 og 4,6% 1973.
í heildsölu og smásöludreifingu byggingarvöru reynist hagnaðarhlut-
fallið hafa numið 4,1% 1971 og 4,2% 1972, en 7,3% 1973, enda voru
byggingarframkvæmdir með allra mesta móti. í bílaverzlun, þ. e.
1) Með heildartekjum er hér alltaf — nema annað sé tckið fram — átt við vergar sölu-
tekjur á tekjuvirði að viðbættum umboðslaunum og öðrum tekjum.