Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 67
sölu bíla og bílavara, virðist hagnaður hafa numið 4,3% 1971, 5,2%
1972, en 1973 kemur fram Iækkun i 3,4%, þrátt fyrir hinn mikla bíla-
innflutning það ár.
Afkoma verzlunarinnar, einkum smásölugreinanna, virðist hins
vegar hafa versnað á árinu 1974. Samkvæmt áætlun um stöðu verzl-
unarinnar í árslok 1974, m. v. heilsársrekstur, virðist vergur hagnað-
ur í heildverzlun geta nunxið tæplega 4% af heildartekjum, en 2,3%
í smásöluverzlun. Samkvæmt þessari áætlun hefur vergur hagnaður
fyrir skatta í heildverzlun hækkað xxr 700 m.kr. 1973 í 1 020 m.kr. í
árslok 1974 eða um 46%, en í smásöluverzlun xír 650 m.kr. í 1 008 m.kr.
eða um 55%. Hér ber að athuga, að hagnaðarhlutföll og — tölur þær,
sem hér lxafa verið nefndai', eiga allar við heildverzlun eða smásölu-
verzlun sem heildir, og gefa niðurstöður þessar því ekki til kynxxa
afkomumun milli verzlunargreina eða landsvæða, en hann kann að
vera mikill.
Samkvæmt rekstraryfirlitum Þjóðhagsstofnunar fyrir verzlunar-
greinar árin 1972—1974 jókst verzlunarvelta afarmikið á þessu tíma-
bili. 1 heildverzlun, blandaðri verzlun og smásöluverzlun nam veltu-
aukningin um 20% 1972. í heildverzluninni einni jókst veltan um
22%% 1972, en um 40% 1973. Heildartekjur heildverzlunar eru áætl-
aðar hafa aukizt úr tæplega 10.2 milljörðum króna 1972 í 14.3 millj-
arða króna 1973 eða um rúmlega 40% eða svipað og veltan, vegna
mikillar aukningar umboðslauna og annarra tekna. Vörunotkun heild-
verzlunar 1973 jókst nokkru minna en veltan eða um 35,8%. Brúttó-
hagnaður, þ. e. mismunur vörusölu og vörunotkunar, jólcst því nokkru
meira eða um 45,7%, þar sem meðalálagningarhlutfall liækkaði úr
17,3% 1972 í 19,9% 1973. Rekstrarkostnaður jókst liins vegar meira
en vörunotkunin, einkum launakostnaður (54%) og afskriftir (74%).
Vergur liagnaður fyrir skatt í heildverzlun jókst loks úr 370 m.kr.
1972 í 700 nx.kr. 1973 eða um 89%.
í smásöluverzlun nam veltubreytingin 1972 um 25%, en samkvæmt
rekstraryfirliti 1973 var veltuaukningin 28% 1973, eða mun minni
en í heildverzluninni. Heildartekjur smásölugreina eru taldar hafa
aukizt úr 20.1 nxilljai'ði króna 1972 í 25.5 milljarða króna 1973 (27%)
eða um heldur lægra hlutfall en veltan. Vörunotkun smásölunnar
jókst einnig um nokkru lægra hlutfall, tæplega 26%, og aukning
brúttóhagnaðar var því nokkru meiri eða um 29%, enda hækkaði
meðalálagningarhlutfall úr 23,5% 1972 í 24,1% 1973. Rekstrarkostnað-
ur smásölunnar er hins vegar talinn hafa aukizt talsvert meira en
vörunotkxxn og velta, og jókst hagnaður því minna, eða úr nær
540 m.kr. 1972 i nær 650 m.kr. 1973, en það var um 20%aukning.