Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Qupperneq 68
66
Eins og fyrr segir benda niöurstöður framreiknings rekstraryfirlita
verzlunarinnar frá ársmeðaltali 1973 til árslokaskilyrða 1974 til þess,
að rekstrarstaða verzlunarinnar hafi heldur rýrnað 1974, þrátt
fyrir þá geysilegu veltuaukningu, sem þá átti sér stað. I áætluninni
um heilársrekstur m. v. rekstrarskilyrði í árslok 1974 kemur fram
um og yfir 80% veltubreyting frá ársmeðaltali 1973, bæði í heild-
verzlun og smásöluverzlun, og þar af um 75—76% verðbreyting en
3—4% magnaukning. Aukning vörunotkunar samkvæmt framreikn-
ingum þessum er talin nema um 75—80%, en þar af nemur verð-
breyting 70—74%. Hlutfall verzlunargrcina af heildaratvinnu hefur
sl. áratug verði um 12% og komizt hæst í 12%% árin 1965—1967. Frá
og með árinu 1967 tók að gæta samdráttar í verzlun eins og flestum
atvinnugreinum, en eftir að erfiðleikaárunum lauk 1969/1970 jókst
verzlunaratvinnan á ný. Árin 1963—1973 hefur hlutur heildverzlunar-
greina (olíu-, bíla- og byggingarvöruverzlun meðtalin) af heildarat-
vinnu verði rúmlega 4% og komizt hæst í 4%% 1967, en eftir talsverð-
an samdrátt 1968—1969, jókst hlutfallið á ný og var komið í tæplega
4%% 1973. Atvinnuhlutfall annarrar verzlunar — einkum smásölu-
verzlunar — hefur yfirleitt verið nær 8% þessi ellefu ár, en hæst
var það 8,3% veltiárin 1965—1966. Athyglisvert, er að viðskiptaat-
vinna önnur en i verzlun hefur aukizt talsvert meira en verzlunar-
atvinna sl. áratug, og hefur hlutfall allrar verzlunar og viðskipta í
heildaratvinnu hækkað úr tæplega 16%% 1963—1964 í 18%% 1972—
1973. Samkvæmt slysatryggingaskrám nam atvinnumagnið í verzlun
og viðskiptum 16 600 mannárum 1973 samanhorið við 11 000 mannár
1963, og svarar aukningin til 4,2% meðalvaxtar á ári þetta tímahil.
Á þessu árahili hefur atvinna í heildverzlun aukizt úr tæpum 2 700
mannárum 1963 í tæp 4 000 mannár 1973, eða til jafnaðar um 4,0%
á ári, og í öðrum verzlunargreinum hefur atvinna aukizt úr u. þ. b.
5 300 mannárum 1963 i tæp 7 000 mannár 1973, eða um 2,6% á ári að
meðaltali samanborið við 2,9% meðalaukningu heildaratvinnu í land-
inu þetta tímabil.
Aðrar greinar og framleiðslan í heild.
Hér að framan hefur í einstökum köflum verið greint frá áætluðum
framleiðslubreytingum í sjávarútvegi, landbúnaði, iðnaði og verzlun
árin 1973 og 1974. Hér á eftir verður stuttlega getið áætlana um
hreytingar framleiðslumagns í öðrum greinum, en þar er um að
ræða byggingarstarfsemi og mannvirkj agerð, opinbera þjónustu og
íbúðanot, svo og aðra þjónustu- og framleiðslustarfsemi, þ. m. t. einka-
þjónustu hvers konar, raforkuframleiðslu, samgöngur o. fl.