Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Síða 71
69
en á móti vó innflutningur tilbúinna liúsa siðar á árinu, auk þess
sem aðrar ibúðabyggingar voru talsverðar.
I kjölfar kjarasamninganna um mánaðamótin febrúar og marz
1974 fylgdi mikil aukning kaupmáttar tekna einstaklinga og gætti
þessa fljótt í auknum neyzluútgjöldum. Á síðari hluta ársins dró
úr kaupmætti, en samt sem áður var kaupmáttur ráðstöfunartekna
beimilanna 9% meiri á árinu 1974 en á árinu 1973 og er þá miðað
við verðlag einkaneyzlu. Áætlun um einkaneyzlu á áx-inu 1974 er sem
fyrr jöfnum höndum reist á samhengi kaupmáttarbreytinga og neyzlu-
breytinga eftir reynslu fyrri ára og einnig á upplýsingum urn veltu-
breytingu smásöluverzlunar og ýmissa þjónustugreina i Reylcjavík og
á Reykjanesi samkvæmt söluskattsskýrslum. Niðurstaða þessarar
áætlunar er sú, að einkaneyzlan hafi aukizt um 7%% á árinu 1974
eða heldur nxinna en kaupmáttur ráðstöfunartekna líkt og á undan-
gengnum árum, þótt munurinn sé minni en árin 1970—1973. Á árinu
1974 jókst eftirspurn eftir innfluttum vörum stórlega og jókst inn-
ílutningur neyzluvöru um nálægt 14% að magni, en langmest varð
aukningin í bílainnflutningi eða um 40%. Hér gætti vafalaust i mikl-
um mæli spákaupmennsku og ótta við gengislækkun og aðrar efna-
hagsráðstafanir, þegar leið á árið. Kaup á innlendum neyzluvörum
jukust um 4—5% á árinu, en þjónusta dróst lítillega saman, eða
e. t. v. um 2%. Áætlað er, að húsnæðisliður einkaneyzlunnar hafi
aukizt urn 3% að magni.
Yerðlag einkaneyzlu er talið liafa hækkað um 42% á árinu 1974
samanborið við 26% hækkun árið 1973. Þetta mat er í aðalatiáðum
byggt á hæltkun einstakra liða í vísitölu framfærslukostnaðar, sem
síðan eru vegnir saman eftir áætlaðri samsetningu einkaneyzlunnar,
þar sem búast má við, að hún sé nú nokkuð frábrugðin grunni fram-
færsluvisitölu, sem orðin er 10 ára gamall. Þegar verðhækkanir eru
jafnmiklar og undanfarin tvö ár, er afar erfitt að meta nákvæmlega
þá verðbreytingu, sem síðan er beitt til þess að reilcna út magnbreyt-
ingu neyzlunnar. Hér getur því orðið um nokkra ónákvæmni að
ræða, þegar vei'ðlagsþróun er ör, og á þetta reyndar við alla þætti
i'áðstöfunar og þar nxeð þjóðarfranxleiðsluna i heild.
Samneyzla.
Á ái-unum 1973 og 1974 jókst samneyzla unx 6% að nxagni hvort
áríð um sig og var þetta nær sama aukning og næstu tvö árin á
undan og nálægt meðalvexti áranna 1963 til 1972. Samneyzluaukn-
ingin 1973 og 1974 var meiri en sem nam meðalvexti þjóðarfram-
leiðslu (4%%), en heldur minni en aukning einkaneyzlu (7%). Hlutur