Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 76
74
Utflutningsverðlag sjávarafurða hækkaði afarmikið, um 51% að
meðaltali, og heildarverðmæti sjávarvöruframleiðslunnar til útflutn-
ings jókst þvi um 65%. Verðmæti sjávarafurðaútflutningsins jókst
hins vegar nokkru minna eða um 56%, og stafaði munurinn af nokk-
urri birgðaaukningu sjávarafurða 1973 á móti birgðaminnkun 1972.
Útfluttar sjávarafurðir námu um 74% heildarvöruútflutningsins 1973
og var það svipað hlutfall og árið áður. Útflutningur á áli varð um
17% vöruútflutningsins í heild 1973 og nam 4 441 m.kr. að f. o. b.-
verðmæti, samanborið við 2 716 m.kr. 1972 og 888 m.kr. 1971. Ál-
framleiðslan jókst úr 45.5 þús. tonnum 1972 í 71.3 þús. tonn 1973, en
hins vegar jókst útflutningur áls úr rúmum 59 þúsund tonnum í
tæp 80 þús. tonn 1973. Álútflutningurinn var þvi talsvert umfram
ársframleiðslu bæði árin, þar sem verið var að ganga á hinar miklu
álbirgðir, sem söfnuðust fyrir á árinu 1971. Útflutningur iðnaðar-
vöru annarrar en áls og kisilgúrs nam 1 075 m.kr. og hafði aukizt
um 48% frá fyrra ári. Sem fyrr segir var talsvert flutt út af álbirgð-
um frá fyrri árum, en á móti þeirri birgðaminnkun kom nokkur aukn-
ing sjávarvörubirgða. 1 heild var þvi um að ræða fremur litla birgða-
Verðvísitölur útflutningsvöru 1972—1974.
í íslenzkum krónum í erlendri mynt
Sjávar- afurðir Land- búnaðar- afurðir Á1 Aðrar iðnaðar- vörur Vöruút- flutningur alls Vöruút- flutningur alls
1972
Ársmeðaltal . 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0
1973
4. ársfjórðungur 164,9 120,7 120,8 124,2 153,5 150,3
Ársmeðaltal ... 151,0 124,8 121,1 116,4 143,1 131,4
1974
1. ársfjórðungur 191,6 109,4 130,1 125,7 174,2 172,4
2. ársfjórðungur 180,9 122,7 156,6 157,7 173,9 156,2
3. ársfjórðungur 206,6 138,7 190,2 183,6 200,8 160,2
4. ársfjórðungur 221,7 151,8 225,5 200,7 232,5 161,6
Ársmeðaltal . . . 202,2 134,7 165,7 166,9 191,8 159,3
Skýringar:
Vísitölurnar sýna breytingar f.o.b.-verðs vöruútflutnings á því gengi, sem í gildi er á hverjurn tíma.
Yerðvísitölurnar eru byggðar á breytingum meðalverðs vörutegunda eftir vöruskrá Hagstofu Islands
og eru vegnar saman eftir útflutningsverðmæti ársins á undan. Yísitölur í erlendri mynt eru reiknaðar
á mælikvarða miðgengis (sjá töflu um vísitölur erlendra gjaldmiðla gagnvart íslenzkri krónu í kaflanum
um gengismál).