Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Qupperneq 78
76
og ullu söluerfiðleikar erlendis talsverðri birgðasöfnun heima fyrir,
bæði áls og sjávarvöru. Magn vöruútflutningsins minnkaði því nokk-
uð á árinu 1974.
Útflutningsframleiðslan í heild er talin bafa aukizt um nær 1%
á árinu 1974. Framleiðsla sjávarafurða jókst um svipað eða nokkru
lægra hlutfall. Yerðlag útflutningsframleiðslu sjávarafurða hækkaði
um 34y2% og þvi jókst verðmæti sjávarvöruframleiðslunnar um
35y2% samanborið við 65% aulcningu 1973. Markaðserfiðileikar er-
lendis ollu talsverðri birgðaaukningu, þannig að verðmæti sjávar-
vöruútflutningsins jókst nokkru minna en framleiðsluverðmætið,
eða um 28%. Verðmætisaukningin var einnig minni en verðhækkun
sjávarvöruútflutningsins, og metið á föstu verðlagi fyrra árs minnk-
aði sjávarvöruútflntningurinn um 4y2% að raunverulegu verðgildi
á árinu 1974. Hlutdeild sjávarafurða í heildarvöruútflutningnum nam
75% og var það heldur hærra hlutfall en árin tvö á undan. Hlutdeild
áls í vöruinnflutningnum lækkaði hins vegar úr 17% 1973 í 14% 1974.
Vegna söluerfiðleika á áli síðari hluta ársins, var dregið úr álfram-
leiðslunni, og nam ársframleiðslan 68.4 þús. tonnum samanborið við
71.3 þús. tonn 1973. Á árinu 1974 voru flutt út rúmlega 63 þús. tonn
af áli og jukust því álbirgðir um rúmlega 5 þús. tonn og námu tæp-
Útflutningsframleiðsla og útflutningur 1972—1974.
Milljónir króna1) Breyting frá fyrra ári, %
Magn Verð
Bráðab. ------------ --------------
1972 1973 1974 1973 1974 1973 1974
1. Sjávarafurðir ......... 11 843 19 508 26 455 8,8 0,7 51,4 34,6
2. Landbúnaðarafurðir2) . 515 765 945 19,0 14,5 24,8 7,9
3. Á1 og álmelmi.......... 2 085 3 960 5 190 56,8 -i-4,2 21,1 36,8
4. Kísilgúr ...................... 215 250 340 3,1 11,5 12,8 22,0
5. Aðrar iðnaðarvörur2) .. 740 1 075 1 420 23,5 -i-12,1 17,6 50,2
6. Aðrar vörur2) ................. 165 260 750 22,7 90,4 28,4 51,5
7. Útflutningsframleiðsla
alls ....................... 15 563 25 818 35 100 16,3 0,9 42,6 34,7
8. Birgðabreytingar3).... +1 137 -(-202 -f-2 220 ....
9. Vöruútflutningur alls ... 16 700 26 020 32 880 9,0 -r5,7 43,0 34,0
10. Þjónustuútflutningur .. 9 505 11 370 15 200 9,7 7,8 9,0 24,0
1lTútflutningur alls4) ~ 26 205 37 390 48 080 <K2 ^-1,6 30^6 3Ö/7
1) Útflutningsframleiðsla og vöruútflutningur á f.o.b.-virði.
2) Beinar útflutningstölur samkvæmt verzlunarskýrslum.
3) Birgðaaukning birgðaminnkun-h.
4) Magnbreytingar heildarútflutnings eru hér reiknaðar á verðlagi fyrra árs.