Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Side 82
80
Verðvísitölur innflutningsvöru 1972—1974.
í erlendri
I íslenzkum krónum mynt
Neyzlu- vörur Rekstrar- vörur Fjár- festingar- vörur Olía Almennur vöruinn- flutningur, alls Almennur vöruinn- flutningur, alls
1972 Arsmeðaltal . .. 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0
1973
4. ársfjórðungur 124,4 141,9 144,0 139,3 134,6 131,8
Ársmeðaltal . . . 121,1 130,5 124,7 123,6 124,1 114,0
1974
I. ársfjórðungur 125,3 149,8 139,7 202,7 141,3 139,9
2. ársfjórðungur 142,9 169,9 159,2 337,7 171,5 154,0
3. ársfjórðungur 172,2 200,6 181,6 382,7 199,8 159,4
4. ársfjórðungur 195,2 266,6 199,4 463,3 233,7 162,4
Ársmeðaltal . . . 159,5 186,6 162,7 364,2 184,5 153,2
Skýringar:
Verðvísitölurnar sýna breytingar f.o.b.-verðs vöruinnflutnings í íslenzkum krónum á því gengi, sem
í gildi er á hverjum tíma. Verðvísitölurnar eru byggðar á breytingum meðalverðs vörutegunda eftir
tollskrárnúmerum og eru vegnar saman eftir innflutningsverðmæti ársins á undan. Innflutningur til
Landsvirkjunar og Isal svo og innflutningur skipa og flugvéla er ekki meðtalinn. Yísitölur í erlendri
mynt eru reiknaðar á mælikvarða miðgengis (sjá töflu um vísitölur erlendra gjaldmiðla gagnvart
íslenzkri krónu í kaflanum um gengismál).
vart krónunni á árinu eða 9%, og samkvæmt þvi er magnaukning
þjónustuútgjalda talin liafa orðið 8%. Þjónustuútgjöldin eru talin
hafa numið 10 845 m.kr., þannig að samtals nam heildarverðmæti inn-
fluttrar vöru og þjónustu rúmlega 40 milljörðum króna 1973 og hafði
aukizt um 43% frá árinu 1972.
Þrátt fyrir nær stöðuga hækkun innflutningsverðlags árið 1973
og framan af ári 1974 jókst innflutningur mjög ört á fyrstu mánuðum
sl. árs og mun meira en 1973. Þessu olli sem fyrr, að almenn eftir-
spurn innanlands fór enn vaxandi á árinu 1974, einkum í kjölfar
kjarasamninganna í febrúar, og að verðlag innanlands hækkaði mun
örar en innflutningsverðlag framan af árinu og breyttust því verð-
hlutföll innlendrar og erlendrar framleiðslu enn innlendri fram-
leiðslu í óhag. Ennfremur gætti án efa talsverðrar spákaupmennsku,
jafnframt því sem almenningur hefur sýnilega brugðizt við ríkjandi
verðbólguástandi með því m. a. að reyna að festa fé sitt með kaupum
varanlegrar neyzluvöru. Innflutningsaukningin fór stöðugt vaxandi
fyrstu fjóra mánuði ársins og náði hámarki eftir að áhrifa kjara-
samninganna tók að gæta í marz og apríl, en á þeim mánuðum