Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Side 85
83
olíuverðhækkunin þá að fullu komin fram. Samlcvæmt innflutnings-
verðvísitölunum hækkaði verð neyzluvöru og almennrar fjárfest-
ingarvöru að að meðaltali um 31% i krónum 1974, verðlagrekstrarvöru
— án olíu og rekstrarvöru til ísal — hækkaði um 43%, en olíuverð
nær þrefaldaðist frá árinu 1973. Olíuverðhækkunin átti því drjúgan
þátt i heildarverðhækkun innflutnings 1974, en verðhækkun almenns
vöruinnflutnings án olíu er áætluð hafa numið um 33% i krónum
að meðaltali árið 1974, en það svarar til 20% verðhækkunar i erlendri
mynt.
Þjónustuinnflutningur er talinn liafa numið rúmum 16 milljörðum
króna á árinu 1974, en það svarar til 48% verðmætisaukningar, en
þar af er verðhækkun áætluð 27% og samkvæmt því er magn þjón-
ustuútgjalda talið hafa aukizt um 16%% frá árinu 1973. Innflutning-
ur vöru og þjónustu er þvi talinn hafa numið um 63.6 milljörðum
króna 1974, og hafa aukizt í krónutölu um 59% frá árinu 1973.
Viðskiptajöfnuður — greiðslujöfnuður.
Vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd varð óhagstæður um 3 160 m.kr.
á árinu 1973. Jöfnuður í þjónustuviðskiptum varð þó hagstæður um
525 m.kr., og varð viðskiptajöfnuðurinn í heild því óhagstæður um
2 635 m. kr. Viðskiptahallinn 1973 var hins vegar meira en veginn
upp af innkomnum framlögum án endurgjalds og nettóinnstreymi
fjármagns frá útlöndum. Framlög án endurgjalds frá útlöndum
nárnu 1 450 m.kr., en hér var nær eingöngu um að ræða erlent gjafafé
—einkum frá Norðurlöndum - vegna björgunar- og viðreisnarstarfs
í Vestmannaeyjum. Innkomin framlög án endurgjalds námu því
óvenjuhárri fjárhæð 1973, en að jafnaði undangengin ár hefur nettó-
fjárhæð þessi einungis numið nokkrum milljónatugum inn eða út.
Reiknað á meðalgengi ársins námu innkomin erlend lán til lengri
tíma en eins árs 5 620 m.kr. 1973, en þar af námu opinberar lántökur
2 610 m.kr., lántökur einkaaðila 1 265 m.kr. og lántökur lánastofn-
ana 1 745 m.kr. Afborganir af langtíma lánum námu hins vegar
1 950 m.kr., þannig að nettóinnstreymi fastra erlendra lána til langs
tíma nam 3 670 m.kr. Innkomið erlent einkafjármagn til fjárfestingar
nam 195 m.kr., en vegna útflutnings álbirgða í eigu erlendra aðila var
um að ræða 415 m.kr. nettóútstreymi erlends rekstrarfjármagns einka-
aðila. Jöfnuður annarra fjármagnslireyfinga var neikvæður um 1110
m.kr., en hér var einkum um að ræða um 1 400 m.kr. afborganir af
skammtímalánum einkaaðila umfram nýjar lántökur til skamms
tima, en á móti vó að nokkru 300 m.kr. innkomið framlag Norður-
landa til Iðnþróunarsjóðs. Fjármagnsjöfnuðurinn var því liagstæð-