Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 88
86
námu opinberar lántökur 5 740 m.kr., lántökur einkaaðila 4 070 m.kr.
og lántökur lánastofnana 2 570 m.kr. Afborganir af föstum langtíma-
lánum árið 1974 námu i heild 3 380 m.kr., og þvi jukust erlendar
skuldir til langs tíma um 9 000 m.kr. á árinu 1974, en reiknað á
sambærilegu gengi nam aukning fastra erlendra skulda um 4 080
m.kr. 1973 og um 3 270 m.kr. 1972. Fastar skuldir við útlönd hafa
aukizt mjög verulega undanfarin fjögur ár, en aukningin 1974 var
þó sýnu mest, og í árslok 1974 námu fastar erlendar skuldir þjóðar-
innar 41.4 milljörðum króna á þáverandi gengi. Innkomið erlent
einkafjármagn til fjárfestingar nam 170 m.kr. árið 1974, en vegna
birgðasöfnunar ísal var um að ræða innstreymi erlends einkafjár-
magns til rekstrar að fjárhæð 1145 m.kr. Jöfnuður annarra fjár-
magnshreyfinga var neikvæður um 445 m.kr. Fjármagnsjöfnuðurinn
var því hagstæður um 9 870 m.kr. á árinu 1974 samanborið við um
2 600 m.kr. hagstæðan jöfnuð á sambærilegu gengi 1973. Að með-
töldum framlögum án endurgjalds var heildarjöfnuður fjármagns-
hreyfinga hagstæður um rúmlega 9 900 m.kr. samanborið við 4 200
m.kr. 1973 og tæpar 3 100 m.kr. 1972 reiknað á meðalgengi ársins 1974.
Þótt fjármagnsinnstreymið 1974 hafi þannig verið afarmikið hrökk
það engan veginn til að jafna hinn mikla viðskiptahalla ársins. Heild-
argreiðslujöfnuðurinn varð óhagstæður um 5 600 m.kr. og var því
gengið á gjaldeyrisforðann og gjaldevrisstaðan rýrnaði sem þessu
nam. I árslok 1974 var heildargjaldeyrisstaðan nettó hagstæð um
rúmar 1 900 m.kr. á þáverandi gengi samanborið við rúmar 8 800
m.kr. á sambærilegu gengi við upphaf ársins. Gjaldeyrisstaðan í
árslok 1974 svaraði til um hálfs mánaðar almenns vöruinnflutnings,
en við upphaf ársins nægði nettógjaldeyriseignin fyrir u. þ. b. fjögurra
mánaða innflutningi.
Gengismál.
Gengisskráning íslenzku krónunnar var breytt margsinnis á árinu
1973, en segja má, að með gengisbreytingunni i desember 1972 og
gengisbreytingunum 1973 hafi verið mörkuð ný og sveigjanleg stefna
í gengismálum.
Mikil óvissa og umrót var í gengismálum heimsins á árinu 1973.
Bandarikjastjórn tilkynnti hinn 12. febrúar 10% lækkun á gengi
dollars. Þessi gengisbreyting leiddi til víðtækra gengisbreytinga í
heiminum, sem að óbreyttu verðlagi innflutnings og útflutnings í
erlendri mynt hefðu haft í för með sér 2—3% rýrnun á viðskipta-
kjörum íslendinga, vegna mikilvægis dollars í gjaldeyristelcjum en
Evrópumynta í gjaldeyrisgreiðslum. Gengisbreytingin í febrúar bætt-