Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Side 90
88
krónunnar hækkað smám saman gagnvart dollar. Allt fram til
ágústloka voru þessar hækkanir á gengi krónunnar miðaðar við
það, að lækkun á gengi Bandaríkjadollars hefði ekki i för með sér
lækkun vegins meðalgengis krónunnar, miðað við mikilvægi liinna
mismunandi mynta i útflutningstekjum. Þegar leið á sumar varð
ljóst, að framhald yrði á hinni hagstæðu verðþróun sjávarafurða-
útflutnings, ekki sízt frystiafurða á Bandaríkj amarkaði, og yrði
þannig um að ræða verulega hækkun útflutningsverðlags umfram
hækkun innflutningsverðlags. Þessi þróun liafði einnig hagstæð áhrif
á viðskiptajöfnuð þrátt fyrir hækkandi innflutningsverðlag og auk-
inn innflutning. Eins og horfði var þá gert ráð fyrir, að hin mikla
hækkun útflutningsverðlags ásamt fjármagnsinnstreymi hefði í för
með sér hagstæðan greiðslujöfnuð sem næmi yfir 1 500 m.kr. á árinu
öllu. Hins vegar gætti hækkana innflutningsverðlags í síauknum
mæli svo og töluverðra óbeinna áhrifa hælckunar útflutningsverð-
lags á verðlagsþróun innanlands.
I septemberbyrjun var talin ástæða til að láta þessa þróun hafa
áhrif á markaðsgengi krónunnar. Hinn 13. september ákvað Seðla-
bankinn með heimild ríkisstjórnarinnar 3,6% gengishækkun krón-
unnar gagnvart öllum myntum, og þá fyrst og fremst í þeim tilgangi
að draga úr áhrifum gengisbreytinga og' verðbreytinga erlendis á
verðþróun hér á landi. Jafnframt var ákveðið að hækka hámarks-
bindingu innlánsstofnana við Seðlabankann úr 21% í 22%.
Gengisbreyting krónunnar i september var formlega séð af sama
tagi og breytingarnar i júní og júli, en var hins vegar stærra skref.
Markmiðið með breytingunni i september var ennfremur mun víð-
tækara en áður hafði verið, þvi gengishækkuninni var ætlað að
draga almennt úr áhrifum erlendra verðbreytinga á verðlags- og
tekjuþróun innanlands.
Gengi dollars styrktist verulega síðustu mánuði ársins og fór
meðalgengi krónunnar því hækkandi, en gengi krónunnar gagnvart
dollar hélst óbreytt frá því í september til árslolca. Meðalgengi krón-
unnar i árslolc 1973 var þannig um 4% hærra en það var eftir gengis-
hæklcunina 13. september.
Bráðahirgðalögin frá 14. júní 1973, sem heimiluðu gengisskrán-
ingu íslenzku krónunnar ofan við hið leyfða 2% % frávik frá stofn-
gengi, giltu til áramóta. Með breytingu á lögum um Seðlabanka Is-
lands, sem tók gildi 1. janúar 1974, var Seðlabankanum síðan heim-
ilað, að fengnu samþykki rikisstjórnarinnar, að ákveða mörk leyfi-
legs munar stofngengis og kaup- og sölugengis krónunnar, eða með
öðrum orðum að víkja frá mörkum bæði fyrir ofan og neðan stofn-